fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
433Sport

Ronaldo stendur með stuðningsmönnunum og segir þá eiga skilið sannleikann – ,,Þeim er alveg sama um félagið“

Victor Pálsson
Mánudaginn 14. nóvember 2022 22:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo fór í afar áhugavert viðtal til Piers Morgan, þar sem hann fer ófögrum orðum um allt og alla hjá félagi sínu, Manchester United.

Viðtalið í heild á eftir að birtast en fjöldi brota úr því er í dreifingu. Kappinn sakar United meðal annars um að sýna sér vanvirðingu.

Ronaldo talar einnig um eigendur félagsins í nýrri klippu sem birtist í kvöld, Glazers fjölskylduna.

Sú fjölskylda er ekki vinsæl á meðal stuðningsmanna Man Utd og skilur Ronaldo vel af hverju það er ástæðan.

,,Þeim er alveg sama um félagið. Manchester er markaðsvara, þeir fá peninginn þaðan en þeim er alveg sama um íþróttina,“ sagði Ronaldo.

,,Ég hef aldrei talað við þá. Allt valdið er í höndum forsetans og yfirmanns íþróttamála.“

,,Stuðningsmenn hafa alltaf rétt fyrir sér og eiga skilið sannleikann. Það eru hlutir innan klúbbsins sem stöðva félagið í að komast á sama stað á Man City, Liverpool og nú Arsenal. Það er flókið.“


————–

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

England: Rice tryggði Arsenal annað sætið

England: Rice tryggði Arsenal annað sætið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hugrakkur ef hann semur við Manchester United í sumar

Hugrakkur ef hann semur við Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Framlengja samning markaskorarans til 2026

Framlengja samning markaskorarans til 2026
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stjarna Liverpool númer eitt á listanum í sumarglugganum

Stjarna Liverpool númer eitt á listanum í sumarglugganum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hafnar milljörðum og virðist horfa annað – ,,Hann hafði engan áhuga“

Hafnar milljörðum og virðist horfa annað – ,,Hann hafði engan áhuga“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Endaði markahæstur með 20 fleiri mörk en næsti maður – Hvert fer hann í sumar?

Endaði markahæstur með 20 fleiri mörk en næsti maður – Hvert fer hann í sumar?
433Sport
Í gær

Viðurkennir að hann sé sjálfur að heyra í liðum í Bandaríkjunum

Viðurkennir að hann sé sjálfur að heyra í liðum í Bandaríkjunum
433Sport
Í gær

Ummæli Slot koma mörgum á óvart – ,,,Þá get ég leyft honum að spila“

Ummæli Slot koma mörgum á óvart – ,,,Þá get ég leyft honum að spila“