fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Hjólar í Ronaldo eftir viðtalið – Sakar hann um lygar

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 14. nóvember 2022 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo fór í afar áhugavert viðtal til Piers Morgan, þar sem hann fer ófögrum orðum um allt og alla hjá félagi sínu, Manchester United.

Viðtalið í heild á eftir að birtast en fjöldi brota úr því er í dreifingu. Kappinn sakar United meðal annars um að sýna sér vanvirðingu.

Þá segist hann enga virðingu bera fyrir stjóra liðsins, Erik ten Hag.

Meira:
Meira úr Ronaldo viðtalinu – Drullar yfir Ralf Rangnick
Leikmenn United sárir og svekktir út í Ronaldo – Fengu fréttir af viðtalinu í flugi

Kaveh Solhekol, virtur fréttamaður Sky Sports, svarar Ronaldo og sakar hann meðal annars um að fara með ósannindi í nýrri færslu á Twitter.

„Það hefur enginn hjá United sýnt Ronaldo vanvirðingu, ekki einu sinni þegar hann reyndi að fara í sumar eða þegar hann neitaði að koma inn á gegn Tottenham,“ skrifar Kaveh.

Ronaldo reyndi hvað hann gat að komast burt frá United í sumar en það tókst ekki. Þá yfirgaf kappinn Old Trafford áður en leiknum gegn Tottenham lauk fyrr í haust. Eins og Kaveh minntist á hafði hann neitað að koma inn á í þeim leik.

Kaveh segir jafnframt að leikmenn United séu afar ósáttir við Ronaldo fyrir tímasetningu viðtalsins. Liðið vann dramatískan sigur á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Ronaldo hafði verið tjáð að hann yrði ekki í byrjunarliðinu í þeim leik. Hann yrði hins vegar á bekknum. Þá hélt Portúgalinn því fram að hann væri veikur, eitthvað sem líklega var ekki satt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Helgi og Egill að störfum í Sviss

Helgi og Egill að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Albert mætti í Landsrétt í morgun

Albert mætti í Landsrétt í morgun
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað