fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Ronaldo varpar sprengju – Hjólar í Ten Hag og Rooney

Victor Pálsson
Sunnudaginn 13. nóvember 2022 22:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Piers Morgan hefur sett allt á hliðina í kvöld eftir myndbrot sem hann birti af viðtali við Cristiano Ronaldo.

Ronaldo er leikmaður Manchester United en hefur ekki verið á meðal mikilvægustu leikmanna liðsins í vetur.

Ronaldo hefur nú staðfest að Man Utd vilji ekki hafa sig í sínum röðum og það er einnig ákvörðun Erik ten Hag, stjóra liðsins.

Viðtalið við Ronaldo á eftir að birtast í heild sinni en hann var harðorður í garð Ten Hag sem tók við í sumar.

,,Ekki bara þjálfarinn heldur tveir eða þrír í stjórninni. Mér fannst félagið hafa svikið mig. Fólk á að hlusta á sannleikann. Sumir vilja mig ekki hér, ekki bara á þessu ári heldur líka á því síðasta,“ sagði Ronaldo.

,,Ég ber enga virðingu fyrir honum því hann ber enga virðingu fyrir mér. Ef þú virðir mig ekki mun ég aldrei virða þig.“

Ronaldo ræddi einnig fyrrum liðsfélaga sinn Wayne Rooney sem gagnrýndi hegðun leikmannsins nýlega.

Ronaldo neitaði í eitt skipti að koma inná sem varamaður gegn Tottenham og vildi þá ítrekað komast burt í sumar.

,,Ég veit ekki af hverju hann gagnýnir mig svona harkalega… Örugglega því hann er búinn með sinn feril og ég er enn á toppnum.“

,,Ég ætla ekki að segja að ég sé myndarlegri en hann.. Það er þó satt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Eze staðfestur hjá Arsenal

Eze staðfestur hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Burnley vann Sunderland – Brentford kom mörgum á óvart

England: Burnley vann Sunderland – Brentford kom mörgum á óvart
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mussolini og Stalin í lagi en hans nafn er bannað á vinnustaðnum

Mussolini og Stalin í lagi en hans nafn er bannað á vinnustaðnum
433Sport
Í gær

Tjáir sig um Eze: ,,Ég get ekki skrifað undir samning fyrir hönd leikmannsins“

Tjáir sig um Eze: ,,Ég get ekki skrifað undir samning fyrir hönd leikmannsins“
433Sport
Í gær

Norðurlandafundur fór fram á Íslandi – Heimsóttu Bessastaði

Norðurlandafundur fór fram á Íslandi – Heimsóttu Bessastaði