fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Ferðaðist með Eiði Smára til London um síðustu helgi – „Þeir alveg sópast að honum“

433
Sunnudaginn 13. nóvember 2022 18:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var af nægu að taka í Íþróttavikunni með Benna Bó sem var á dagskrá Hringbrautar á föstudagskvöld. Hörður Snævar Jónsson, íþróttastjóri Torgs og Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans hjá Símanum voru gestir þáttarins.

Þar barst talið að íslensku knattspyrnugoðsögninni Eiði Smára Guðjohnsen en í vikunni tjáði einn besti vinur hans, Sveppi sig um Eið í hlaðvarpsþættinum Chess After Dark.

Í þættinum varpaði hann ljósi á það hversu þekktur Eiður Smári í raun og veru sé eftir atvinnumannaferil sinn í knattspyrnu.

Tómas Þór vinnur náið með Eiði Smára í kringum enska boltann hjá Símanum og voru þeir saman í Lundúnum um síðustu helgi, meðal annars á leik Chelsea og Arsenal á gamla heimavelli Eiðs.

Benedikt Bóas, umsjónarmaður Íþróttavikunnar var forvitinn um það hvernig væri að vera með Eið á þessum stöðum.

,,Þetta slapp til núna vegna þess við vorum mættir snemma á Stamford Bridge af því að þetta var hádegisleikur,“ svaraði Tómas Þór.

Allt annað hafi hins vegar verið upp á teningnum þegar að hann fór með Eiði Smára á Chelsea – Manchester United árið 2020.

,,Fyrir þessa leiki er götunum lokað fyrr og lengra frá vellinum. Við vorum þá að mæta á völlinn svona tveimur og hálfum tíma fyrir leik.

Þegar að Eiður stígur út úr leigubílnum tekur hann sixpensarann niður og svo er bara sett í sjöunda gír og strunsað að leikvanginum því ef einhver kemur auga á hann og stoppar hann tefjumst við um klukkutíma.“

Þá vilji margir eiga samskipti við Eið þegar inn á leikvanginn er komið.

,,Þar sem að við stöndum þarna, við hliðarlínu vallarins að hita upp fyrir leikinn, stendur bara hópur fólks nokkrum metrum frá okkur hinum megin við myndavélina og það er bara allt vitlaust þegar að þau koma auga á Eið Smára.

Hann kemst heldur ekki til baka inn í blaðamannaaðstöðuna. Án þess að vera ýkja þá myndi hann þurfa að sitja fyrir á svona 70 myndum með stuðningsmönnum en af því að hann er að flýta sér þá eru þetta svona 30 myndir.“

Fólk lýsi því yfir í samtölum við hann að Eiður sé þeirra mesta hetja, goðsögn.

,,Þá er það ekki bara það. Virðingin sem Eiður Smári hefur frá fyrrum kollegum er einnig mikil. Þeir alveg sópast að honum.“

Það var ansi þétt dagskrá hjá Tómasi Þór, Eiði Smára og Bjarna Viðarssyni um síðustu helgi en þeir byrjuðu daginn á Stamford Bridge þar sem þeir hituðu upp fyrir leik Chelsea og Arsenal og þurftu síðan að flýta sér Tottenham Hotspur leikvanginn að hita upp fyrir leik Tottenham og Chelsea.

Það stóð ekki á svörum hjá Tómasi Þór er hann var spurður að því hvernig þeir félagarnir ferðuðust á milli leikvanga í Lundúnum.

,,Í leigubíl,“ var svar hans.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Helgi og Egill að störfum í Sviss

Helgi og Egill að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Albert mætti í Landsrétt í morgun

Albert mætti í Landsrétt í morgun
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað
Hide picture