fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Enska úrvalsdeildin: Ein óvæntustu úrslit tímabilsins – Toney sá um meistarana

Victor Pálsson
Laugardaginn 12. nóvember 2022 14:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Man City 1 – 2 Brentford
0-1 Ivan Toney(’16)
1-1 Phil Foden(’45)
1-2 Ivan Toney(’98)

Fyrstu úrslit dagsins í ensku úrvalsdeildinni koma verulega á óvart en Brentford nældi sér í þrjú gríðarlega sterk stig.

Brentford gerði sér lítið fyrir og vann meistara Manchester City 2-1 þar sem dramatíkin var uppmáluð.

Ivan Toney kom gestunum í Brentford yfir á 16. mínútu fyrri hálfleiks en Phil Foden jafnaði metin áður en flautað var til leikhlés.

Man City var mun sterkari aðilinn í leiknum og átti alls 28 marktilraunir og var 74 prósent með boltann.

Það er þó ekki spurt að því að leikslokum en gestirnir í Brentford skoruðu sigurmarkið og unnu 2-1 sigur.

Toney var aftur á ferðinni í uppbótartíma til að tryggja stigin þrjú og um leið annað tap Man City í deildinni í haust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum