fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Suður-Kórea niðurlægði Ísland í janúar – Hvað gerist á morgun?

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 10. nóvember 2022 17:30

Arnar Þór Viðarsson. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

A landslið karla mætir Suður-Kóreu í vináttuleik á morgun. Leikurinn hefst kl. 11:00 að íslenskum tíma (9 klst tímamismunur er milli Suður-Kóreu og Íslands) og er í beinni útsendingu á Viaplay. Um er að ræða seinni leikinn í fyrra nóvember-verkefni A karla, en liðið mætti áður Sádi-Arabíu í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem Sádar unnu eins marks sigur. Íslenski hópurinn í þessum leikjum er að mestu skipaður leikmönnum úr Bestu deildinni þar sem verkefnið er utan FIFA-glugga.

Ísland hefur einu sinni áður mætt Suður-Kóreu í A landsliðum karla, en það var einmitt í janúar á þessu ári þegar liðin mættust í vináttuleik í Tyrklandi, þar sem Suður-Kórea vann 5-1 sigur. Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði mark Íslands í leiknum. Fimm leikmenn sem eru í íslenska hópnum í leiknum á föstudag léku einnig í janúar. Hákon Rafn Valdimarsson stóð á milli stanganna í sínum fyrsta leik í byrjunarliði A karla og varði vítaspyrnu. Aðrir leikmenn í þeim leik sem eru í hópnum nú eru þeir Höskuldur Gunnlaugsson, Damir Muminovic, Viktor Karl Einarsson og Viktor Örlygur Andrason.

Seinna verkefni liðsins er hins vegar innan FIFA-glugga og var leikmannahópurinn fyrir það verkefni kynntur í vikunni. Í þeim glugga tekur Ísland þátt sem gestaþjóð í Baltic Cup, þar sem leika Eystrasaltslöndin Eistland, Lettland og Litháen. Ísland mætir Litháen í Vilnius 16. nóvember og mætir síðan annað hvort Eistlandi eða Lettlandi 19. nóvember, sem er þá annað hvort leikur um 3. sætið í mótinu eða úrslitaleikur um sigur í Baltic Cup.

Aron Einar Gunnarsson, sem lék sinn 100. A-landsleik þegar Ísland mætti Sádi-Arabíu, verður ekki með íslenska liðinu í leiknum við Suður-Kóreu, en kemur til móts við íslenska hópinn sem kemur saman í Litháen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arnar: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir hann“

Arnar: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir hann“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liðsfélagi og vinur Trent opinberar hvernig kappinn talar um Liverpool

Liðsfélagi og vinur Trent opinberar hvernig kappinn talar um Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool