fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
433Sport

Elskaði að vinna Tottenham með Arsenal og vill henda þeim úr leik í kvöld

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 1. nóvember 2022 15:30

Alexis Sanchez fagnar marki með Arsenal á sínum tíma. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexis Sanchez getur ekki beðið eftir því að mæta Tottenham á nýjan leik er lið hans, Marseille, tekur á móti enska liðinu í Meistaradeild Evrópu.

Mikil spenna er í D-riðli Meistaradeildarinnar. Tottenham er í efsta sæti með átta stig. Þar á eftir koma Sporting og Frankfurt með sjö og loks Marseille með sex. Það getur því allt gerst í kvöld, en á sama tíma og Marseille mætir Tottenham tekur Sporting á móti Frankfurt.

Sanchez er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Arsenal, þar sem hann var frábær frá 2014 til 2018. Hann tapaði aðeins einu sinni gegn erkifjendunum í Tottenham í sjö tilraunum með Skyttunum.

„Ég á frábærar minningar með öllum hjá félaginu, sérstaklega stuðningsmönnunum,“ segir Sanchez.

„Að vinna Spurs var alltaf frábær skemmtun. Það var sérstakt og minningarnar um það eru í hjarta mér.“

Sanchez er ekki eini leikmaður Marseille sem var áður hjá Arsenal. Sead Kolasinac, Matteo Guendouzi og Nuno Tavares eru einnig hjá Marseille.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Uppsögn hjá KSÍ til umræðu – „Maður veltir fyrir sér hvort að þetta sé endilega rétta skrefið“

Uppsögn hjá KSÍ til umræðu – „Maður veltir fyrir sér hvort að þetta sé endilega rétta skrefið“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hversu lengi þurfa stuðningsmenn Liverpool að bíða? – ,,Hann fær vernd frá félaginu“

Hversu lengi þurfa stuðningsmenn Liverpool að bíða? – ,,Hann fær vernd frá félaginu“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Van Dijk ræddi atvik helgarinnar: ,,Samtal sem þið þurfið ekki að heyra“

Van Dijk ræddi atvik helgarinnar: ,,Samtal sem þið þurfið ekki að heyra“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega
433Sport
Fyrir 3 dögum

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur
433Sport
Fyrir 3 dögum

Fyrrum hetja Liverpool riftir eftir hörmulegt gengi

Fyrrum hetja Liverpool riftir eftir hörmulegt gengi