fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Ótrúleg atburðarás í Kína – „Ég veit hvað Eiður er mikill vitleysingur og alveg sama um allt svona kjaftæði“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 9. nóvember 2022 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi, lýsir því í hlaðvarpsþættinum Chess After Dark hversu magnað það hafi verið fyrir hann að ferðast með knattspyrnugoðsögninni Eiði Smára Guðjohnsen á áfangastaði leikmannsins á knattspyrnuferlinum, er þeir félagar gerðu sjónvarpsþættina Gudjohnsen um feril Eiðs fyrir Símann.

Eiður átti magnaðan feril sem leikmaður. Hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Chelsea og Barcelona.

Sveppi segir frá því þegar þeir félagar heimsóttu Kína í þættinum, en þar lék Eiður með Shijiazhuang Ever Bright á seinni stigum ferilsins.

„Þrátt fyrir það að vita hversu stór hann var og upplifað það með honum þá kom það mér samt á óvart, að fara með honum á þessa staði svona eftir á að hyggja,“ segir Sveppi, en hann og Eiður eru góðir félagar.

„Þegar við fórum til Kína, hann gat ekki farið út úr bílnum því það var svo mikið af fólki að öskra á hann.

Við töluðum við formann aðdáendaklúbbs þessa liðs þá spurðist það út að Eiður væri að koma. Svo þegar við komum er bara fullt af fólki á flugvellinum.“

Eiður, Sveppi og tökuliðið áttu erfitt með að komast í burtu fyrir fólki.

„Svo erum við komnir inn í bíl og það er verið að reyna að keyra í burtu en það er bara troðist inn í bílinn. Þetta var bara eins og þetta væri Justin Bieber.

Þetta var mjög sérstakt, því ég veit hvað Eiður er mikill vitleysingur og alveg sama um allt svona kjaftæði.“

Sveppi segist hafa tekið eftir því er þeir tóku upp þáttinn að Eiður sé mjög vinsæll á þeim stöðum sem hann kom við á á ferlinum.

„Hann hefur alls staðar verið vel liðinn. Hann er ennþá Chelsea-goðsögn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

England: Everton í engum vandræðum í lokaleiknum á Goodison

England: Everton í engum vandræðum í lokaleiknum á Goodison
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svipbrigði moldríka mannsins vekja mikla athygli: Hefur tapað mörgum milljörðum á stuttum tíma – Sjáðu myndirnar

Svipbrigði moldríka mannsins vekja mikla athygli: Hefur tapað mörgum milljörðum á stuttum tíma – Sjáðu myndirnar
433Sport
Í gær

Virðist hafa breytt um skoðun eftir rauða spjaldið – 100 prósent líkur á að annar verði keyptur

Virðist hafa breytt um skoðun eftir rauða spjaldið – 100 prósent líkur á að annar verði keyptur
433Sport
Í gær

Haaland fékk óvænta heimsókn frá ‘gamla skólanum’ – ,,Hann er goðsögn í leiknum“

Haaland fékk óvænta heimsókn frá ‘gamla skólanum’ – ,,Hann er goðsögn í leiknum“