fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Úr réttarsal: Segir konur hafa reynt við sig að fyrrabragði – „Það var svo auðvelt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 8. nóvember 2022 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Réttarhöldin yfir Benjamin Mendy, knattspyrnumanni hjá Manchester City, halda áfram.

Mendy er sakaður um sjö nauðganir, eitt kynferðisbrot og eina tilraun til nauðgunar. Atvikin eiga að hafa átt sér stað frá október 2018 til ágúst 2021.

Í réttarsal í gær sagði Mendy að hann hafi haldið mörg partí og sofið hjá mörgum konum síðustu ár. Hann hafi þó aldrei gert það gegn vilja þeirra.

Eleanor Laws, verjandi Mendy, spurði hann út í samband sitt við kvenfólk frá því hann varð atvinnumaður.

„Það var svo auðvelt ef ég á að vera hreinskilinn. Ég vissi það ekki fyrst en áttaði mig svo á því að þetta var af því hver ég er.“

Mendy segir að í partíunum sem hann hélt hafi konurnar yfirleitt reynt við hann.

„Ég var opinskár um hvað ég vildi og hvað þær vildu. Á þessum tíma var ég ekki að pæla í hvort þær gætu orðið leiðar. Ef ég vildi kynlíf og þær vildu kynlíf var það í góðu lagi. Ég hélt áfram með partíin mín. Ég stundaði kynlíf með mörgum konum.

Í flestum tilfellum komu þær til mín en stundum reyndi ég við þær.“

Laws spurði hann hvað hann hafi gert ef kona sagði nei við hann.

„Það var í góðu lagi. Ég samþykkti það og hætti. Ég vil stunda kynlíf með einhverri sem nýtur þess líka.“

Mendy viðurkenndi þó að hafa ekki alltaf komið fram við konur af virðingu. Þá segir hann að þrálát hnémeiðsli hans hafi ýtt undir partístand hans, þar sem hann hafi verið leiður vegna þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gætu fengið tvær stjörnur frá Manchester

Gætu fengið tvær stjörnur frá Manchester
433Sport
Í gær

Opnar sig um meiðsli liðsfélagans – „Það er mikil blóðtaka fyrir okkur“

Opnar sig um meiðsli liðsfélagans – „Það er mikil blóðtaka fyrir okkur“
433Sport
Í gær

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“
433Sport
Í gær

Skoðar stöðu sína eftir samþykkt tilboð – Furðaði sig á fréttaflutningi um málið á dögunum

Skoðar stöðu sína eftir samþykkt tilboð – Furðaði sig á fréttaflutningi um málið á dögunum
433Sport
Í gær

Daninn ómyrkur í máli í kjölfar U-beygju Eze

Daninn ómyrkur í máli í kjölfar U-beygju Eze