fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Úr réttarsal: Segir konur hafa reynt við sig að fyrrabragði – „Það var svo auðvelt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 8. nóvember 2022 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Réttarhöldin yfir Benjamin Mendy, knattspyrnumanni hjá Manchester City, halda áfram.

Mendy er sakaður um sjö nauðganir, eitt kynferðisbrot og eina tilraun til nauðgunar. Atvikin eiga að hafa átt sér stað frá október 2018 til ágúst 2021.

Í réttarsal í gær sagði Mendy að hann hafi haldið mörg partí og sofið hjá mörgum konum síðustu ár. Hann hafi þó aldrei gert það gegn vilja þeirra.

Eleanor Laws, verjandi Mendy, spurði hann út í samband sitt við kvenfólk frá því hann varð atvinnumaður.

„Það var svo auðvelt ef ég á að vera hreinskilinn. Ég vissi það ekki fyrst en áttaði mig svo á því að þetta var af því hver ég er.“

Mendy segir að í partíunum sem hann hélt hafi konurnar yfirleitt reynt við hann.

„Ég var opinskár um hvað ég vildi og hvað þær vildu. Á þessum tíma var ég ekki að pæla í hvort þær gætu orðið leiðar. Ef ég vildi kynlíf og þær vildu kynlíf var það í góðu lagi. Ég hélt áfram með partíin mín. Ég stundaði kynlíf með mörgum konum.

Í flestum tilfellum komu þær til mín en stundum reyndi ég við þær.“

Laws spurði hann hvað hann hafi gert ef kona sagði nei við hann.

„Það var í góðu lagi. Ég samþykkti það og hætti. Ég vil stunda kynlíf með einhverri sem nýtur þess líka.“

Mendy viðurkenndi þó að hafa ekki alltaf komið fram við konur af virðingu. Þá segir hann að þrálát hnémeiðsli hans hafi ýtt undir partístand hans, þar sem hann hafi verið leiður vegna þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Endaði markahæstur með 20 fleiri mörk en næsti maður – Hvert fer hann í sumar?

Endaði markahæstur með 20 fleiri mörk en næsti maður – Hvert fer hann í sumar?
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Máni: „Þarft ekkert að segja okkur að lögreglan sé mætt hvar sem er að ota sínum tota“

Máni: „Þarft ekkert að segja okkur að lögreglan sé mætt hvar sem er að ota sínum tota“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ummæli Slot koma mörgum á óvart – ,,,Þá get ég leyft honum að spila“

Ummæli Slot koma mörgum á óvart – ,,,Þá get ég leyft honum að spila“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Kom síðasti leikurinn á föstudag? – ,,Við sjáum til“

Kom síðasti leikurinn á föstudag? – ,,Við sjáum til“
433Sport
Í gær

Staðfesta komu Huijsen fyrir 50 milljónir

Staðfesta komu Huijsen fyrir 50 milljónir
433Sport
Í gær

Fær 350 milljónir ef þeir vinna leikinn mikilvæga – Starfið í húfi

Fær 350 milljónir ef þeir vinna leikinn mikilvæga – Starfið í húfi