fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Segir stöðu Eiðs Smára breytta en útilokar þó ekki endurkomu hans í Kaplakrika – „Við fylgjumst vel með og reynum að styðja Eið“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 8. nóvember 2022 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FH útilokar ekki endurkomu Eiðs Smára Guðjohnsen til félagsins, þó svo að nýtt þjálfarateymi verði kynnt til leiks í kvöld. Staðan er hins vegar breytt frá því Eiður steig til hliðar fyrr í haust.

Það stefnir allt í að Heimir Guðjónsson verði ráðinn sem þjálfari karlaliðs FH á nýjan leik í kvöld. 433.is hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því og að Sigurvin Ólafsson verði aðstoðarmaður hans.

FH hefur ákveðið að blása til stuðningsmannakvölds klukkan 20:30 í kvöld, þar sem nýtt þjálfarateymi verður kynnt til leiks.

Sem fyrr segir verður Sigurvin líklega aðstoðarþjálfari Heimis. Hann stýrði FH einn síns liðs í síðustu leikjum tímabilsins sem leið, í kjölfar þess að Eiður Smári Guðjohnsen steig til hliðar af persónulegum ástæðum.

Þetta kom upp í kjölfar þess að Eiður var stöðvaður af lögreglu, grunaður um ölvunarakstur. Hann steig til hliðar til að vinna í sínum málum.

„Eiður Smári biður um svigrúm til að vinna í sínum málum og báðir aðilar vonast eftir því að sú vinna verði árangursrík og að Eiður Smári snúi aftur í þjálfarateymi FH í náinni framtíð,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu FH á þessum tíma.

Samkvæmt öllu er Heimir að taka við sem þjálfari FH ©Anton Brink 2021

Hvað þýðir hins vegar yfirvonandi ráðning á nýju þjálfarateymi fyrir framtíð Eiðs Smára? 433.is leitaði svara við þessu hjá Valdimari Svavarssyni, formanni knattspyrnudeildar FH.

„Okkar afstaða til Eiðs Smára er skýr. Við stöndum með honum í því að koma sínum málum á réttan stað. Við þurfum samt fyrst og fremst að horfa á félagið og hvernig við skipum nýjan hóp fyrir næsta vetur og sumar. Við þurfum að búa til teymi sem tekur þá vinnu á næstunni,“ segir Valdimar.

Hann útilokar ekki að Eiður snúi aftur. Það er þó ljóst að ráðning nýrra þjálfara breytir stöðu hans að einhverju leyti.

„Við viljum halda einhvers konar leið opinni fyrir Eið í framhaldinu en það verða einhverjar smá breytingar á því frá því sem áður var fyrirhugað.

Við viljum gjarnan finna verkefni og sjá hvernig staðan verður þegar þessu ferli er lokið. Hvert það verður og hvernig, það verður tíminn að leiða í ljós.“

Loks sagði Valdimar að hann og aðrir FH-ingar væru enn í samskiptum við Eið. „Við fylgjumst vel með og reynum að styðja Eið eins og hægt er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Írskir fjölmiðlar svipta hulunni af leynivopni Heimis Hallgrímssonar

Írskir fjölmiðlar svipta hulunni af leynivopni Heimis Hallgrímssonar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ræðir umdeild félagaskipti sín – Segir Arsenal hafa svikið loforð

Ræðir umdeild félagaskipti sín – Segir Arsenal hafa svikið loforð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þórður Gunnar heldur heim á Ísafjörð

Þórður Gunnar heldur heim á Ísafjörð
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lögreglan leitar að manni – Fékk munnmök á klósetti og réðst á lögreglu í vikunni

Lögreglan leitar að manni – Fékk munnmök á klósetti og réðst á lögreglu í vikunni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arne Slot vildi ekki selja þennan leikmann Liverpool í sumar – Vildi frekar að hann fengi nýjan samning

Arne Slot vildi ekki selja þennan leikmann Liverpool í sumar – Vildi frekar að hann fengi nýjan samning
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Símon Grimmi vildi dæma Albert í fangelsi í 30 mánuði – „Samt sem áður ekki ótrúverðugur í sjálfu sér“

Símon Grimmi vildi dæma Albert í fangelsi í 30 mánuði – „Samt sem áður ekki ótrúverðugur í sjálfu sér“
433Sport
Í gær

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum
433Sport
Í gær

Ummæli sem féllu eftir leik Real Madrid í gær vekja athygli í ljósi fréttafárs undanfarið

Ummæli sem féllu eftir leik Real Madrid í gær vekja athygli í ljósi fréttafárs undanfarið