fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Liverpool í baráttuna við risa um spennandi leikmann – Dortmund í erfiðri stöðu

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 7. nóvember 2022 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool er komið í baráttuna við Barcelona, Real Madrid og Juventus um undirskrift Youssoufa Moukoko, ef marka má heimildir spænska fjölmiðilsins Sport.

Moukoko er aðeins sautján ára gamall en þykir gríðarlegt efni. Hann er á mála hjá þýska stórliðinu Borussia Dortmund.

Þrátt fyrir ungan aldur er hann farinn að spila reglulega með aðalliði Dortmund.

Á þessari leiktíð hefur Moukoko skorað sex mörk og lagt upp fjögur í efstu deild Þýskalands.

Moukoko, sem spilar fyrir U-21 árs landslið Þýskalands, gekk í raðir Dortmund aðeins tólf ára og kom inn í akademíu félagsins. Hann var kallaður upp í aðalliðið áður en hann varð sextán ára gamall.

Samningur sóknarmannsins rennur hins vegar út næsta sumar. Dortmund þarf að flýta sér að semja við hann næsta sumar, ætli félagið sér ekki að missa hann frítt til einhverra af ofangreindum félögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Salah opnar sig um hvað átti sér stað – ,,Ég er ekki að ráðast á Liverpool en veit hvernig þeir hafa komið fram við leikmenn“

Salah opnar sig um hvað átti sér stað – ,,Ég er ekki að ráðast á Liverpool en veit hvernig þeir hafa komið fram við leikmenn“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Crystal Palace bikarmeistari eftir sigur á Manchester City

Crystal Palace bikarmeistari eftir sigur á Manchester City
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Salah biðlar til stuðningsmanna Liverpool – Ósáttur með framkomuna undanfarið

Salah biðlar til stuðningsmanna Liverpool – Ósáttur með framkomuna undanfarið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“
433Sport
Í gær

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Þorkell Máni fer á kostum

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Þorkell Máni fer á kostum
433Sport
Í gær

Newcastle vill sækja tvo frá Dortmund í sumar

Newcastle vill sækja tvo frá Dortmund í sumar