fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
433Sport

Brynjar tók að sér of stórt verkefni á röngum tíma – „Þetta er harður heimur“

Victor Pálsson
Laugardaginn 5. nóvember 2022 16:30

Eurosport

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikael Nikulásson, sparkspekingur í Þungavigtinni, var harðorður í þættinum sem birtist fyrir helgi og í garð varnarmannsins Brynjars Inga Bjarnasonar.

Brynjar Ingi hefur verið orðaður við endurkomu til Íslands eftir að hafa farið í atvinnumennsku í fyrra en þar hefur gengið illa.

Brynjar spilaði með Lecce á Ítalíu um tíma áður en hann hélt til Valerenga en tækifærin í Noregi eru af skornum skammti.

Mikael telur að það sé ekki ásættanlegt að Brynjar snúi aftur heim svo snemma ef hann vilji ná árangri sem a tvinnumaður.

Brynjar lék áður með KA hér heima og á að baki 14 landsleiki fyrir Ísland.

,,Lecce er í efstu deild á Ítalíu og Brynjar Ingi var of lítill fyrir Lecce, það er ekki AC Milan eða Inter en hann átti ekki að fara í Lecce,“ sagði Mikael í þættinum.

,,Svona lið er alltaf með fjóra eða fimm hafsenta, Þórir Jóhann er í liðinu inni á milli og hefur komið á óvart en hann er samt inni og út úr liðinu sem er allt í lagi í ítölsku A deildinni. Hann hefur kannski fimm stöður til að fara í sem er öðruvísi.“

,,Þetta var of stórt verkefni á sínum tíma en þetta virkar ekki þannig að þú spilar ekki í 3-4 mánuði og þá ertu kominn heim, til hvers ertu þá að fara út? Þetta er harður heimur, atvinnumennskan þó að við þekkjum það ekki við þrír en við gerum okkur grein fyrir því. Það er fullt af leikmönnum þarna í sömu stöðu og hann.“

,,Það er þægilegt að koma heim í KA en þannig virkar það ekki. Því miður hefur það gerst of mikið hjá íslenskum strákum. Hann er að verða 24 ára gamall og þá virkar ekkert að vera að koma heim því hann er varamaður í einhverjum leikjum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Viðtal Hjörvars við stórstjörnuna vakti lukku – „Hann var tilbúinn með boxhanskana“

Viðtal Hjörvars við stórstjörnuna vakti lukku – „Hann var tilbúinn með boxhanskana“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United var til í að selja en Sancho neitar að fara

United var til í að selja en Sancho neitar að fara
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Máni ómyrkur í máli eftir vendingar síðustu daga – „Þú hefur kannski ekki sinnt þínu starfi almennilega“

Máni ómyrkur í máli eftir vendingar síðustu daga – „Þú hefur kannski ekki sinnt þínu starfi almennilega“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Neville segir að United verði að leysa málið í hvelli – Annars muni þetta skemma vinnu liðsins

Neville segir að United verði að leysa málið í hvelli – Annars muni þetta skemma vinnu liðsins
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Besta deildin: Blikar töpuðu gegn FH í ótrúlegum fótboltaleik

Besta deildin: Blikar töpuðu gegn FH í ótrúlegum fótboltaleik
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Einn af þeim gleymdu hjá United kominn til Hull

Einn af þeim gleymdu hjá United kominn til Hull
433Sport
Í gær

England: Arsenal vann stórleikinn á Old Trafford

England: Arsenal vann stórleikinn á Old Trafford
433Sport
Í gær

Bíður og bíður eftir Chelsea

Bíður og bíður eftir Chelsea