fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Bale spilar lítið en búist við að hann verði með í Katar

Victor Pálsson
Laugardaginn 5. nóvember 2022 21:38

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískir miðlar tala um að Gareth Bale sé að upplifa ‘martröð’ hjá Los Angeles FC eftir að hafa samið í sumar.

Bale gekk í raðir LAFC á frjálsri sölu frá Real Madrid en hefur til þessa aðeins byrjað tvo leiki.

Sóknarmaðurinn hefur alls spilað 12 leiki og skorað tvö mörk en meiðsli hafa sett stórt strik í reikning hans í Los Angeles.

Bale verður varamaður í kvöld í útsláttarkeppni MLS er liðið spilar við Philadelphia Union.

Þessi 33 ára gamli leikmaður ætti að vera klár fyrir welska landsliðið á HM í Katar þó að hann spili takmarkað í Bandaríkjunum.

Bale hefur ekki tekið þátt í útsláttarkeppninni fyrir LAFC hingað til en hefur verið að æfa á fullu með öðrum leikmönnum liðsins.

Margir telja að þessi félagaskipti Bale hafi alls ekki staðist væntingar en hann átti að vera einn af allra mikilvægustu leikmönnum liðsins sem gekk ekki upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“
433Sport
Í gær

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“
433Sport
Í gær

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með