Erik ten Hag, stjóri Manchester United, virðist hafa beðið stjórn liðsins um hjálp í janúarglugganum um helgina.
Ten Hag og hans menn unnu 1-0 sigur á West Ham í ensku úrvalsdeildinni um helgina þar sem Marcus Rashford skoraði eina markið.
Ten Hag hefur áhyggjur af bakvarðarstöðunni hjá Man Utd og vill fá liðsstyrk í janúar.
Hollendingurinn var spurður út í Diogo Dalot, hægri bakvörð liðsins, sem var einn besti maður vallarins í sigrinum.
,,Ég verð að nefna það að Man Utd þarf á tveimur góðum bakvörðum til viðbótar því það eru margir leikir framundan,“ sagði Ten Hag.
Dalot er í uppáhaldi hjá Ten Hag en til vara er hinn enski Aaron Wan-Bissaka sem fær lítið af mínútum.