fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
433Sport

Starfsfólki Manchester City var brugðið er reiðin tók öll völd í klefanum hjá Manchester United og lykilmenn létu í sér heyra

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 4. október 2022 07:55

Frá leik Manchester City og Manchester United/ GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bruno Fernandes og Lisandro Martinez, leikmenn Manchester United eru sagðir hafa látið vel í sér heyra í hálfleik í leik liðsins á útivelli gegn grönnum sínum í Manchester City á dögunum. United fór inn til hálfleiks 4-0 undir.

Það er The Sun sem greinir frá málavendingunum en Fernandes og Martinez eru sagðir hafa verið brjálaðir, skiljanlega. Þeir hafi tönglast á því að það vantaði alla trú í leikmenn liðsins. Lætin voru það mikil að starfsfólk á vegum Manchester City var brugðið.

Manchester United vann síðari hálfleikinn 3-2 en leiknum lauk með 6-3 sigri Manchester City sem léku á alls oddi, grönnum sínum til mikilla vandræða.

Allt annað hafi verið upp á teningnum eftir leik þar sem heyra hefði mátt saumnál detta í búningsherbergi Manchester United.

Manchester City er eftir leikinn í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 20 stig. Manchester United situr í því sjötta með 12 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Strákarnir okkar minnast Hareide – „Fyrst og fremst yndisleg manneskja“

Strákarnir okkar minnast Hareide – „Fyrst og fremst yndisleg manneskja“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Age Hareide er látinn
433Sport
Í gær

Tilkynning um andlát vekur óhug – Ofbeldinu í borginni linnir ekki

Tilkynning um andlát vekur óhug – Ofbeldinu í borginni linnir ekki
433Sport
Í gær

Ofurtölvan stokkar spilin fyrir Afríkukeppnina – United og Liverpool fá leikmenn sína snemma til baka

Ofurtölvan stokkar spilin fyrir Afríkukeppnina – United og Liverpool fá leikmenn sína snemma til baka
433Sport
Í gær

Ber mikið í milli á verðmati hollenska framherjans

Ber mikið í milli á verðmati hollenska framherjans
433Sport
Í gær

Barcelona skoðar tvo miðverði til að reyna að bæta uppspil sitt

Barcelona skoðar tvo miðverði til að reyna að bæta uppspil sitt