Graham Potter, stjóri Chelsea, mætti aftur á sinn gamla heimavöll í gær er liðið spilaði við Brighton.
Potter ákvað að yfirgefa Brighton fyrr á tímabilinu og tók við Chelsea eftir mjög góða dvöl hjá því fyrrnefnda.
Potter var í raun í guðatölu hjá stuðningsmönnum Brighton en hann gjörbreytti leikstíl liðsins á ansi stuttum tíma.
Stuðningsmennirnir hafa þó gleymt því sem átti sér stað og bauluðu hressilega á Potter í endurkomunni í gær.
Potter upplifði ekki góða endurkomu en Chelsea tapaði viðureigninni 4-1 sem kom heldur betur á óvart.
Þeir hjá Brighton eru ekki ánægðir með ákvörðun Potter að fara á miðju tímabili en voru væntanlega sáttir eftir lokaflautið í gær.