fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
433Sport

Opinberað hversu nálægt United Haaland var – Útskýrt hvar viðræður strönduðu

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 3. október 2022 09:45

Erling Haaland fagnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt frétt ESPN taldi Ole Gunnar Solskjær sig vera nálægt því að krækja í framherjann Erling Braut Haaland til Manchester Unitedí lok árs 2019 fyrir um 20 milljónir evra. Það gekk hins vegar ekki eftir.

Á þessum tímapunkti var Haaland hjá RB Salzburg í Austurríki. Solskjær var stjóri United. Framherjinn fór svo til Dortmund í janúar, þar sem hann átti eftir að slá í gegn.

Ed Woodward, þá stjórnarformaður United, var hins vegar ekki til í að taka sénsinn á Haaland í janúar 2020. Hann taldi umboðsmann leikmannsins, Mino Raiola, krefjast of hárra greiðslna til sín. Þá heillaði það Woodward ekki að fulltrúar Haaland vildu að klásúla yrði í samningi hans, sem myndi gera félögum kleift að kaupa hann fyrir ákveðna upphæð.

Dortmund var til í að hafa klásúlu í samningnum. Hún virkjaðist hins vegar ekki fyrr en í ár. Það nýtti Manchester City sér og keypti Haaland á 64 milljónir punda.

Talið er að klásúla sé einnig í samningi Haaland hjá City. Hann má fara fyrir um 175 milljónir punda sumarið 2024. Ári síðar má hann fara ef tilboð upp á rúmlega 150 milljónir punda berst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Umboðsmaður Sesko uppljóstrar um plan Manchester United – Þetta er árið sem á að vinna deildina

Umboðsmaður Sesko uppljóstrar um plan Manchester United – Þetta er árið sem á að vinna deildina
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ískaldur Garnacho hikaði ekki þegar hann var spurður – „Nei“

Ískaldur Garnacho hikaði ekki þegar hann var spurður – „Nei“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Carragher hafður að háð og spotti eftir þessa línu um Mo Salah í gærkvöldi

Carragher hafður að háð og spotti eftir þessa línu um Mo Salah í gærkvöldi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Salah sendir frá sér skilaboð – Einmanna í Bítlaborginni

Salah sendir frá sér skilaboð – Einmanna í Bítlaborginni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Liverpool og Barcelona fá skilaboð um miðjumann sem þau geta keypt í janúar

Liverpool og Barcelona fá skilaboð um miðjumann sem þau geta keypt í janúar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liverpool sagt klárt með arftaka fyrir Salah

Liverpool sagt klárt með arftaka fyrir Salah