fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Nánast allt klárt en Chelsea vill skafa af verðinu

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 3. október 2022 09:00

Christopher Nkunku. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það bendir allt til þess að Christopher Nkunku, leikmaður RB Leipzig, sé á leið til Chelsea næsta sumar.

Á dögunum sögðu nokkrir virtir blaðamenn í knattspyrnuheiminum frá því að hinn 24 ára gamli Nkunku hafi þegar gengist undir læknisskoðun hjá Chelsea og muni fara næsta sumar.

Frakkinn er með klásúlu í samningi sínum við Leipzig, sem gerir honum kleift að fara fyrir 60 milljónir evra.

Fabrizio Romano segir hins vegar frá því að Chelsea vilji semja við Leipzig um að skafa aðeins af því verði.

Það verður fróðlegt að sjá hvað verður en nokkuð ljóst er að Nkunku fer til Lundúnafélagsins.

Nkunku hefur verið á mála hjá Leipzig síðan 2019. Hann kom frá Paris Saint-Germain í heimalandinu, en hann er uppalinn hjá Parísarfélaginu. Hann getur leikið framarlega á miðjunni og sem fremsti maður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Carragher sendir frá sér afsökunarbeiðni – „En þú þarft að haga þér“

Carragher sendir frá sér afsökunarbeiðni – „En þú þarft að haga þér“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Allt undir hjá Blikum á morgun – Þetta hafa veðbankar að segja

Allt undir hjá Blikum á morgun – Þetta hafa veðbankar að segja
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þrjár framlengdu við Víking

Þrjár framlengdu við Víking
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Pétur urðar yfir nýja stjórn á Hlíðarenda – „Ekkert faglegt við neitt sem gert hefur verið undanfarið ár“

Pétur urðar yfir nýja stjórn á Hlíðarenda – „Ekkert faglegt við neitt sem gert hefur verið undanfarið ár“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ólafur lýsir áhyggjum af þróun mála á Íslandi – „Þetta getur ekki verið rétt, svona vitleysa meikar ekki sens“

Ólafur lýsir áhyggjum af þróun mála á Íslandi – „Þetta getur ekki verið rétt, svona vitleysa meikar ekki sens“