fbpx
Laugardagur 26.nóvember 2022
433Sport

Chelsea sýnir stjörnu Arsenal áhuga

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 3. október 2022 14:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gabriel Martinelli er að eiga gott tímabil með Arsenal. Hefur það vaki athygli annara félaga.

Hinn 21 árs gamli Martinelli hefur skorað þrjú mörk og lagt upp eitt í átta úrvalsdeildarleikjum með Arsenal á þessari leiktíð. Hann hefur unnið sér inn sæti í byrjunarliðinu og er orðinn lykilmaður í sóknarleik liðsins.

Samkvæmt Daily Mail hefur Chelsea áhuga á Brasilíumanninum og fylgist með gangi mála hjá honum.

Martinelli hefur verið á mála hjá Arsenal síðan 2019. Núgildandi samningur hans rennur út sumarið 2024. Arsenal þarf því að leggja mikið kapp á að semja við hann næsta sumar, ætli félagið sér að halda honum.

Martinelli er ekki eini leikmaðurinn sem er að renna út á samningi hjá Arsenal 2024. Það gera Bukayo Saka og William Saliba.

Hins vegar kom fram fyrr í dag að Lundúnafélagið væri vongott um að gera nýja samninga við báða leikmenn.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Orðinn vel þreyttur á dómgæslunni á HM – ,,Þetta er svo heimskulegt“

Orðinn vel þreyttur á dómgæslunni á HM – ,,Þetta er svo heimskulegt“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ronaldo á von á öðru risatilboði – Fyrrum leikmaður Man Utd þarf að víkja

Ronaldo á von á öðru risatilboði – Fyrrum leikmaður Man Utd þarf að víkja
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fær loksins að yfirgefa Chelsea – Mun leysa vonbrigði sumarsins af hólmi

Fær loksins að yfirgefa Chelsea – Mun leysa vonbrigði sumarsins af hólmi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrsta ungmennaþing KSÍ fer fram á sunnudag

Fyrsta ungmennaþing KSÍ fer fram á sunnudag
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Einar Karl tekur skrefið niður í Lengjudeildina og verður með Grindavík

Einar Karl tekur skrefið niður í Lengjudeildina og verður með Grindavík
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ótrúlegt myndband af Ronaldo í Katar – Kafaði í eigið klof í nokkrar sekúndur og fór svo að tyggja

Ótrúlegt myndband af Ronaldo í Katar – Kafaði í eigið klof í nokkrar sekúndur og fór svo að tyggja
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta eru skórnir sem leikmenn nota á HM – NIke með gríðarlega yfirburði

Þetta eru skórnir sem leikmenn nota á HM – NIke með gríðarlega yfirburði