fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
433Sport

Norskir blaðamenn hamast í Brynjari – „Þarf eflaust að rífa sig í gang og skoða sína hluti“

433
Laugardaginn 29. október 2022 09:00

Brynjar Ingi Bjarnason. Mynd: Lecce

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir fyrrum leikmaður Vals og nú þjálfari hjá félaginu var gestur í Íþróttavikunni með Benna Bó á föstudagskvöld en með henni í setti var Hörður Snævar Jónsson, fréttastjóri íþrótta á Torgi.

Benedikt Bóas fór að ræða um slúður í íslenskum bolta og ein sagan þessa dagana er að Brynjar Ingi Bjarnason gæti verið á heimleið.

Eftir að hafa skotist upp á stjörnuhimininn hefur Brynjar átt í vandræðum bæði á Ítalíu og nú í Noregi hjá Vålerenga

„Slúðrið er út um allt,“ sagði Benedikt Bóas.

Hörður Snævar tók þá til máls og sagði að KA hefði einnig áhuga á honum. „Ég held að það sé líklegt að hann komi heim, en þegar þið Valsmenn mætið með öll ykkar seðlabúnt að þá sogast leikmennirnir þangað.“

„Það er umræða um að hann komi á láni, hann hefur átt mjög erfiða tíma í atvinnumennsku. Hann fór hratt upp og jafn hratt niður í raun. Hann hefur lítið spilað í Noregi.“

„Blaðamennirnir í Noregi eru á eftir honum, þeir hamast á honum þar.“

Brynjar Ingi lék áður með Lecce á Ítalíu en þangað fór hann frá KA sumarið 2020. „Ég heyrði þá sögu frá Ítalíu að hann þyrfti að huga betur að því hvernig hann hugsar um sig og undirbýr sig fyrir æfingar. Þar var talað um að hann hefði mætt of seint á æfingar seinni partinn, sofið yfir sig þar. Þarf eflaust að rífa sig í gang og skoða sína hluti. Hann er samt sem áður frábær leikmaður.“

Umræðan er hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Má ekki byrja að hugsa um stórlið eins og Real Madrid – ,,Ferillinn hefur staðið yfir í tvö ár“

Má ekki byrja að hugsa um stórlið eins og Real Madrid – ,,Ferillinn hefur staðið yfir í tvö ár“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Skammaðist sín eftir að hafa tekið sína bestu ákvörðun – ,,Ég var algjör aumingi“

Skammaðist sín eftir að hafa tekið sína bestu ákvörðun – ,,Ég var algjör aumingi“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hefur reynt allt til að hjálpa Jesus á erfiðum tímum

Hefur reynt allt til að hjálpa Jesus á erfiðum tímum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tvíburar á bekknum í úrvalsdeildinni

Tvíburar á bekknum í úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Kristján varpar fram kenningu um aðstoðarmanninn á Hlíðarenda – „Það er byrjað að brýna hnífana og það á bara eftir að dúndra þeim í bakið á Hermanni“

Kristján varpar fram kenningu um aðstoðarmanninn á Hlíðarenda – „Það er byrjað að brýna hnífana og það á bara eftir að dúndra þeim í bakið á Hermanni“
433Sport
Í gær

England: United vann sterkan sigur á Newcastle

England: United vann sterkan sigur á Newcastle
Hide picture