fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
433Sport

Xavi nýtur enn trausts þrátt fyrir mikil vonbrigði

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 27. október 2022 16:00

Xavi (Mynd/Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænskir fjölmiðlar halda því fram að Xavi, knattspyrnustjóri Barcelona, njóti enn trausts stjórnar félagsins.

Barcelona er fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu strax í riðlakeppninni, þó svo að ein umferð sé eftir.

Það var ljóst eftir stórsigur Inter á Viktoria Plzen í gær að Börsungar ættu ekki lengur möguleika á að komast í 16-liða úrslit. Leikur liðsins við Bayern Munchen, sem tapaðist 0-3, skipti því ekki máli.

Barcelona mun nú færast yfir í Evrópudeildina og taka þátt í útsláttarkeppninni þar eftir áramót.

Einhverjir telja að pressa sé á Xavi, enda mikill skaði fyrir félagið að komast ekki lengra í keppninni. Félagið á, eins og flestir vita, í miklum fjárhagserfiðleikum.

Stjórnendur félagsins gerðu ráð fyrir því í fjárhagsáætlunum sínum að komast að minnsta kosti í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu og tryggja sér um leið 25 milljónir evra.

Þessi fyrrum miðjumaður nýtur hins vegar enn trausts ef marka má nýjustu fréttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United
433Sport
Í gær

Ummæli sérfræðingsins vekja athygli – Áttu að næla í leikmann Villa þegar goðsögnin hætti

Ummæli sérfræðingsins vekja athygli – Áttu að næla í leikmann Villa þegar goðsögnin hætti
433Sport
Í gær

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“