Erling Haaland upplifði erfitt kvöld í gær þegar hann mætti aftur til Dortmund með Manchester City. Framherjinn hefur slegið í gegn á Englandi eftir félagaskipti frá Dortmund.
Leiknum í gær lauk með markalausu jafntefli en Haaland var skipt af velli í hálfleik af ótta við meiðsli.
„Ég sá þrjá hluti, hann virkaði þreyttur. Hann var líka hálf veikur fyrir leik og svo fékk hann högg á fótinn. Þess vegna fór hann af velli,“ sagði Pep Guardiola.
Haaland varð einnig fyrir því að fá skurð á hendina og lak blóðið úr olnboga hans.