Tim Sherwood fyrrum stjóri Tottenham og fleiri liða spáir því að Jurgen Klopp verði ekki stjóri Liverpool á næstu leiktíð.
Hann segir útilokað að Klopp verði rekinn en telur að samstarfið taki brátt enda en Klopp hefur með liðið í sjö ár.
„Ég held að Klopp verði ekki þarna á næsta tímabili, það er samtal sem mun eiga sér stað,“ segir Sherwood en Liverpool er í vandræðum innan vallar þessa stundina.
Eftir að hafa verið eitt besta lið Evrópu í mörg ár hikstar Liverpool nú í fyrsta sinn undir stjórn Klopp.
„Ég er ekki viss um að Jurgen komi þessu í gangi aftur og komi þeim í titilbaráttu aftur.“
„Sagan segir okkur að hann gerir það ekki, hann er frábær í að keyra lið áfram og koma þeim alla leið. Það verður brekak að koma liðinu í topp fjóra, ef það mistekst er það uppbyging sem þarf að fara í gang.“
„Klopp verður ekki rekinn en það verður samtal um að Klopp hafi tekið þetta eins langt og hann getur. Þetta er mín tilfinning þegar ég horfi á hann og liðið.“