fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Valur hefur áhuga á tveimur varnarmönnum – Arnar vill endurnýja kynnin við Dusan

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 24. október 2022 10:30

Mynd: KA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur hefur áhuga á að bæta tveimur varnarmönnum við sig á næstunni. Þetta herma heimildir hlaðvarpsins Dr. Football.

Karlalið Vals er að ljúka vonbrigðar tímabili í Bestu deildinni, þar sem liðið er í fimmta sæti þegar ein umferð er eftir.

Nú vill félagið bæta við sig tveimur leikmönnum í vörnina. Annar þeirra er Dusan Brkovic, miðvörður KA.

Hinn 33 ára gamli Dusan hefur verið á mála hjá KA síðustu tvö tímabil og heillað áhorfendur. Samningur hans á Akureyri er að renna út.

Þá er Arnar Grétarsson, sem var þjálfari KA stærstan hluta sumars, að taka við Val og vill hann endurnýja kynnin við Dusan.

Þá kemur einnig fram í Dr. Football að Valur hafi áhuga á Aroni Elí Sævarssyni, vinstri bakverði Aftureldingar.

Aron er 25 ára gamall og bróðir Birkis Más Sævarssonar, fyrrum landsliðsmanns, sem er einmitt á mála hjá Val.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tvenna hjá Manchester United

Tvenna hjá Manchester United
433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot