Valur hefur áhuga á að bæta tveimur varnarmönnum við sig á næstunni. Þetta herma heimildir hlaðvarpsins Dr. Football.
Karlalið Vals er að ljúka vonbrigðar tímabili í Bestu deildinni, þar sem liðið er í fimmta sæti þegar ein umferð er eftir.
Nú vill félagið bæta við sig tveimur leikmönnum í vörnina. Annar þeirra er Dusan Brkovic, miðvörður KA.
Hinn 33 ára gamli Dusan hefur verið á mála hjá KA síðustu tvö tímabil og heillað áhorfendur. Samningur hans á Akureyri er að renna út.
Þá er Arnar Grétarsson, sem var þjálfari KA stærstan hluta sumars, að taka við Val og vill hann endurnýja kynnin við Dusan.
Þá kemur einnig fram í Dr. Football að Valur hafi áhuga á Aroni Elí Sævarssyni, vinstri bakverði Aftureldingar.
Aron er 25 ára gamall og bróðir Birkis Más Sævarssonar, fyrrum landsliðsmanns, sem er einmitt á mála hjá Val.