Arsenal íhugaði að semja við varnarmanninn Calvin Bassey í sumar áður en veðjað var á William Saliba.
Þetta segir umboðsmaður Bassey en hann endaði á því að semja við Ajax í hollensku úrvalsdeildinni.
Arsenal vildi um tíma fá varnarmanninn í sínar raðir en ákvað að lokum að treysta á Saliba sem var áður í láni hjá Marseille.
Bassey er 22 ára gamall landsliðsmaður Nígeríu og er uppalinn hjá Leicester City en hélt til Rangers árið 2020.
,,Arsenal hafði samband við okkur og við létum Rangers vita en þeir gerðu ekkert í því,“ sagði umboðsmaðurinn.
,,Aston Villa og West Ham sýndu einnig áhuga en Ajax bauð að lokum best og ekki þegar kom að peningum, heldur hvernig hægt væri að þróa hans leik.“