Raphael Varane miðvörður Manchester United meiddist í 1-1 janftefli liðsins gegn Chelsea um helgina.
Búist er við að franski varnarmaðurinn verði frá í hið minnsta fjórar vikur. Þátttaka hans með Frökkum á HM í Katar er í hættu.
Harry Maguire fyrirliði United hefur ekki spilað í mánuð vegna meiðsla en nú segja ensk blöð frá því að hann sé klár í slaginn.
Maguire byrjaði að æfa á grasi í síðustu viku og byrjar að æfa með liðinu í dag. Hann gæti byrjað gegn Sheriff í Evrópudeildinni á fimmtudag.
Maguire hefur mátt þola mikla gagnrýni en hann þarf að spila á næstu vikum til að vera öruggur í HM hóp Englands.