Víkingur R. 2 – 2 KR
0-1 Kristján Flóki Finnbogason(’15)
1-1 Finnur Tómas Pálmason(’50, sjálfsmark)
2-1 Júlíus Magnússon(’61)
2-2 Atli Sigurjónsson(’79)
Lokaleik umferðarinnar í Bestu deild karla lauk í kvöld er Víkingur Reykjavík tók á móti KR.
Það var boðið upp á nokkuð fjörugan leik sem skipti þó litlu máli í næst síðustu umferð deildarinnar.
Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en Atli Sigurjónsson sá um að tryggja KR stig með marki er um 11 mínútur voru eftir.
Víkingar eiga nú í mikilli hættu á að enda í þriðja sæti deildarinnar en liðið er tveimur stigum á eftir KA fyrir lokaumferðina.