fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Myndi taka þá tvo með á HM – Hugsar Southgate það sama?

Victor Pálsson
Sunnudaginn 23. október 2022 20:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sven-Goran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, er með ráð fyrir Gareth Southgate, núverandi þjálfara liðsins.

Eriksson vill sjá Southgate velja bæði Trent Alexander Arnold og Joe Gomez í landsliðshópinn fyrir HM í Katar.

Möguleiki er á að leikmennirnir verði ekki valdir og þá sérstaklega Trent sem hefur legið undir verulegri gagnrýni á tímabilinu.

Báðir eru þeir leikmenn Liverpool sem hefur ekki byrjað deildarkeppnina vel og er nú þegar tíu stigum frá toppsætinu.

Eriksson myndi þó veðja á þessa tvo leikmenn og er möguleiki að Southgate geri það sama.

,,Það er mikið talað um Trent en ég myndi velja hann í hópinn því það er hægt að velja 26 leikmenn. Það er nýtt. Ég held að hann henti því hann er góður í föstum leikatriðum og að gefa boltann fyrir. Ég er ekki viss um hvaða leikkerfi verður notað en hann hefur alltaf verið mjög mikilvægur fyrir Liverpool,“ sagði Eriksson.

,,Ég er mjög hrifinn af Trent, ég veit að hann er ekki besti bakvörður heims varnarlega en hann er nútíma sóknarsinnaður bakvörður.“

,,Ég myndi líka taka Gomez, hann er góður leikmaður. Hann er mjög stöðugur, harður og einn af þeim sem á sjaldan slæma leiki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot