fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Hlið KR hljóti að heyrast á endanum eftir storminn í kringum Kjartan

433
Sunnudaginn 23. október 2022 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Smári Lamude nýr þjálfari Vestra í Lengjudeild karla og Hörður Snævar Jónsson íþróttastjóri Torgs voru gestir í íþróttavikunni hjá Benna Bó á Hringbraut á föstudagskvöld.

Davíð hefur síðustu ár unnið magnað starf hjá Kórdrengjum og komið liðinu upp úr neðstu deild upp í næst efstu deild. Eftir gott starf þar ákvað hann að taka skrefið til Vestra á Ísafirði.

Málefni Kjartans Henry Finnbogasonar og KR hafa átt forsíður blaðanna í vikunni. Einn dáðasti sonur KR er nú án félags eftir að KR rifti samningi hans en neitaði svo reyndar fyrir það.

„Það hefði verið hægt að höndla þetta mál í byrjun júlí, þegar KR tekur þá ákvörðun að rifta þessum samningi. Þeir vissu af þeirri klásúlu að hann þyrfti að spila undir 50 prósent af mínútum, hann var að byrja alla leiki framan af móti. Hann skoraði fjögur mörk í sjö byrjunarliðsleikjum,“ sagði Hörður Snævar.

„KR liðið var slakt og hann var ekki sá slakasti þar. Á engum tímapunkti talar þjálfarinn við hann og segir að það þurfi að taka til í bókhaldinu, formaður aðalstjórnar hefur sagt að félagið sé ekki vel statt fjárhagslega.“

Hæstráðendur KR neita svo að svara fyrir málið nú þegar Kjartan hefur sagt sína hlið.

„Rúnar Kristinsson vill ekki svara þessu, Palli formaður vill ekki. Ég held að Kjartan hefði tekið því vel því KR vildi bjóða honum nýjan samning. í byrjun júlí hefðu þeir geta selt honum það að lækka launin. Við fáum bara eina hliðina,“ sagði Hörður.

Davíð telur að KR-ingar muni á einhverjum tímapunkti tjá sig. „Það hlýtur að koma hin hliðin,“ sagði Davíð.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Með furðulega kenningu um slæmt gengi Liverpool

Með furðulega kenningu um slæmt gengi Liverpool
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hinn bráðefnilegi Valdimar Arnar skrifar undir hjá Fredrikstad – Skoraði 34 mörk í sumar

Hinn bráðefnilegi Valdimar Arnar skrifar undir hjá Fredrikstad – Skoraði 34 mörk í sumar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Nær óþekkjanlegur þegar hann mætti aftur til vinnu

Nær óþekkjanlegur þegar hann mætti aftur til vinnu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Opinbera samband sitt með djörfum myndum – Önnur þeirra er nýlega komin úr skápnum

Opinbera samband sitt með djörfum myndum – Önnur þeirra er nýlega komin úr skápnum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Slagsmál í miðbænum vekja óhug – Sjáðu myndbandið

Slagsmál í miðbænum vekja óhug – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kane tjáir sig um orðrómana

Kane tjáir sig um orðrómana
433Sport
Í gær

Frank verður ekki rekinn en fólkið á bak við tjöldin hefur áhyggjur af þessu

Frank verður ekki rekinn en fólkið á bak við tjöldin hefur áhyggjur af þessu
433Sport
Í gær

Arsenal langlíklegasta liðið til að vinna Meistaradeildina

Arsenal langlíklegasta liðið til að vinna Meistaradeildina
Hide picture