fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
433Sport

Systir Ronaldo hjólar í Ten Hag – „Guð sefur ekki“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 21. október 2022 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elma Aveiro, systir Cristiano Ronaldo, hefur baunað harkalega á Erik ten Hag, stjóra Manchester United.

Ronaldo strunsaði af velli og út af Old Trafford áður en lokaflautið gall í góðum 2-0 sigri United gegn Tottenham í vikunni. Hann var ónotaður varamaður í leiknum.

Í gær kom svo fram að Ronaldo hafi neitað að koma inn á fyrr í leiknum.

Nú hefur Portúgalinn, sem sneri aftur til United í fyrra, verið látinn með varaliðinu. Hann sendi frá sér yfirlýsingu í gær.

Ég byrjaði mjög ungur og eldri og reynslumeiri leikmennirnir voru alltaf mjög mikilvægir fyrir mig,“ skrifar hann á meðal annars.

„Seinna meir hef ég þess vegna alltaf reynt að vera fyrirmynd fyrir ungu leikmennina í þeim liðum sem ég spila. Því miður er það ekki alltaf hægt og maður missir sig í hita leiksins.“

„Að gefa sig undir pressu er aldrei möguleiki. Þetta er Manchester United og við þurfum að standa saman. Við verðum saman á ný bráðlega.

Systir Ronaldo sættir sig engan veginn við framkomuna í garð bróður síns.

„Ekki gera eitthvað sem þú vilt ekki að verði gert við þig,“ segir Alveiro. Þarna á hún klárlega við Ten Hag.

„Guð sefur ekki,“ bætir hún við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eiginkona og börn Jota mæta á Anfield í kvöld – Hún birtir hjartnæma mynd

Eiginkona og börn Jota mæta á Anfield í kvöld – Hún birtir hjartnæma mynd
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

City að lána norska undrabarnið til Boro

City að lána norska undrabarnið til Boro
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Albert leggur Gula spjaldið á hilluna og fer aftur í faðm Hjörvars

Albert leggur Gula spjaldið á hilluna og fer aftur í faðm Hjörvars
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

United og Chelsea ekki að ná saman um kaupverð

United og Chelsea ekki að ná saman um kaupverð
433Sport
Í gær

City hafnaði Tottenham – Vilja miklu hærri upphæð

City hafnaði Tottenham – Vilja miklu hærri upphæð
433Sport
Í gær

Úr 100 milljónum niður í tvær milljónir

Úr 100 milljónum niður í tvær milljónir