fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
433Sport

Arnar Þór velur landsliðshóp – Tíu með í fyrsta sinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 21. október 2022 14:14

Arnar Þór Viðarsson. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A landsliðs karla, hefur valið leikmannahóp fyrir fyrra nóvember-verkefni liðsins, sem mætir Sádi-Arabíu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum 6. nóvember. Unnið er að staðfestingu annars leiks, sem yrði hluti af sama verkefni, og vonast KSÍ til að geta staðfest þann leik strax eftir helgi.

Arnar Þór Viðarsson: „Leikirnir í fyrra verkefninu eru ekki innan FIFA-glugga og þess vegna veljum við 23 manna hóp, með 5 leikmenn til vara þar sem það er óvissa með þátttöku nokkurra leikmanna sem gætu verið að leika með sínum félagsliðum í umspilsleikjum. Þetta á eftir að skýrast. Sú staða gæti komið upp að einhverjir þeirra leikmanna sem eru á varalistanum yrðu kallaðir inn í 23 manna hópinn og við erum að tilkynna hópinn svona snemma að þessu sinni til að leikmenn sem eru að ljúka keppnistímabilum með sínum félagsliðum geti gert viðeigandi ráðstafanir. Vonandi náum við að klára að staðfesta annan leik fyrr þennan hóp og það skýrist væntanlega strax eftir helgi.”

Markús Árni Vernharðsson leikgreinandi og Guðjón Örn Ingólfsson þolþjálfari, báðir frá Víkingi R., verða hluti af starfsliði landsliðsins í þessu verkefni. Arnar Þór: „Þetta styrkir samstarfið og gefur aðilum sem eru að standa sig mjög vel í tiltölulega nýjum störfum í íslenskri knattspyrnu möguleika á að vinna í landsliðsumhverfinu og gefur öllum aðilum möguleika á að læra af hver öðrum.”

Tíu leikmenn í hópnum hafa aldrei spilað landsleik. Sjö leikmenn koma frá Íslandsmeisturum Breiðabliks.

Hópurinn:

Frederik August Albrecht Schram (M) – Valur – 5 leikir
Hákon Rafn Valdimarsson (M) – IF Elfsborg – 2 leikir
Sindri Kristinn Ólafsson (M) – Keflavík
Viktor Örn Margeirsson – Breiðablik
Róbert Orri Þorkelsson – CF Montreal
Damir Muminovic – Breiðablik – 2 leikir
Guðlaugur Victor Pálsson – D.C. United – 31 leikur, 1 mark
Rúnar Þór Sigurgeirsson – Keflavík – 1 leikur
Logi Tómasson – Víkingur R.
Hörður Ingi Gunnarsson – Sogndal IL – 1 leikur
Höskuldur Gunnlaugsson – Breiðablik – 5 leikir
Ísak Snær Þorvaldsson – Breiðablik
Dagur Dan Þórhallsson – Breiðablik
Viktor Karl Einarsson – Breiðablik – 2 leikir
Daníel Hafsteinsson – KA
Viktor Örlygur Andrason – Víkingur R. – 2 leikir
Aron Einar Gunnarsson – Al Arabi – 99 leikir, 2 mörk
Bjarki Steinn Bjarkason – Venezia FC
Valdimar Þór Ingimundarson – Sogndal IL – 1 leikur
Jónatan Ingi Jónsson – Sogndal IL
Jason Daði Svanþórsson – Breiðablik – 1 leikur
Danijel Dejan Djuric – Víkingur R.
Óttar Magnús Karlsson – Oakland Roots – 9 leikir, 2 mörk

Leikmenn til vara

Ólafur Kristófer Helgason (M) – Fylkir
Ívar Örn Árnason – KA
Þorri Már Þórisson – KA
Ari Sigurpálsson – Víkingur R.
Adam Ægir Pálsson – Víkingur R.

Seinna nóvember-verkefni íslenska liðsins verður svo þátttaka í Baltic Cup þar sem leika Eystrasaltslöndin Eistland, Lettland og Litháen, auk gestaþjóðarinnar Íslands. Þar mætir Ísland Litháen í undanúrslitum og mætir svo annað hvort Eistlandi eða Lettlandi í úrslitaleik um sigur í mótinu eða í leik um 3. sætið. Leikdagarnir eru 16. og 19. nóvember og verður hópurinn fyrir það verkefni tilkynntur síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Liverpool

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Liverpool
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegt atvik á Old Trafford í kvöld – Fékk rautt spjald fyrir að slá liðsfélaga

Sjáðu ótrúlegt atvik á Old Trafford í kvöld – Fékk rautt spjald fyrir að slá liðsfélaga
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vekja mikla athygli fyrir óvænta tilkynningu sína í gær – Mynd

Vekja mikla athygli fyrir óvænta tilkynningu sína í gær – Mynd
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingar að störfum í Póllandi

Íslendingar að störfum í Póllandi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Isak sló vafasamt met
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Íslendingur vann tæpar 12 milljónir um helgina – Svona fór hann að

Íslendingur vann tæpar 12 milljónir um helgina – Svona fór hann að
433Sport
Í gær

Nefna hálffurðulega ástæðu fyrir því að Semenyo gæti valið Manchester United

Nefna hálffurðulega ástæðu fyrir því að Semenyo gæti valið Manchester United
433Sport
Í gær

Kepptust við að biðja stuðningsmenn afsökunar – „Það er ófyrirgefanlegt“

Kepptust við að biðja stuðningsmenn afsökunar – „Það er ófyrirgefanlegt“
433Sport
Í gær

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru