fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
433Sport

Íhugaði að hætta í landsliðinu eftir framkomu þjálfarans – ,,Of auðvelt að nota það sem afsökun“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 20. október 2022 21:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albert Sambi Lokonga, leikmaður Arsenal, er ekki ánægður með stöðu sína í belgíska landsliðinu undir Roberto Martinez.

Lokonga á að baki einn landsleiki fyrir Belgíu en hann kom til Arsenal frá belgíska félaginu Anderlecht í fyrra.

Í mars var Lokonga hluti af liði Belgíu sem mætti Írlandi og Búrkína Fasó en fékk ekki að spila eina mínútu og var ekki í hóp í seinni leiknum.

Roberto Martinez, landsliðsþjálfari Belgíu, er ekki vinsæll hjá Lokonga þessa dagana en hann var óánægður með vinnusemi leikmannsins.

,,Ég hringdi í Martinez eftir landsleikina í mars. Ég var svo pirraður. Í eitt augnablik hugsaði ég að ég hefði engan áhuga á að spila fyrir landsliðið lengur,“ sagði Lokonga.

,,Ég fékk óbragð í munninn. Martinez vill nota leikmenn sem spila reglulega fyrir sitt félagslið, hann var heldur ekki mjög ánægður með mína vinnu á æfingasvæðinu.“

,,Hann getur ekki horft á mig sem einhvern sem leggur sig ekki fram. Það væri of auðvelt að nota það sem afsökun. Hann getur ekki notað þannig hluti sem afsökun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Carragher með sneið á Chelsea sem vekur mikla athygli

Carragher með sneið á Chelsea sem vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Dómarar munu taka fast á þessu – Gæti komið sér illa fyrir Arsenal

Dómarar munu taka fast á þessu – Gæti komið sér illa fyrir Arsenal
433Sport
Í gær

Lykilmenn funda á Íslandi á næstu dögum

Lykilmenn funda á Íslandi á næstu dögum
433Sport
Í gær

Markavél á leið í Skírisskóg

Markavél á leið í Skírisskóg