fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Var örvæntingafullur í að sofa hjá henni mánuð eftir brúðkaupsdaginn – ,,Hver í andskotanum gerir þetta?“

433
Sunnudaginn 2. október 2022 09:00

Defoe í eigin brúðkaupi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum knattspyrnumaðurinn Jermain Defoe er á forsíðum götublaða Englands um helgina eftir viðtal sem birtist við konu sem kemur ekki undir nafni.

Konan hefur þekkt Defoe í dágóðan tíma en þau byrjuðu að spjalla reglulega í gegnum forritið WhatsApp í júlí á þessu ári.

Það var aðeins mánuði eftir að Defoe kvæntist konu sinni Donna Tierney en þau gengu í það heilaga þann 4. júní síðastliðinn og kostaði brúðkaupið 200 þúsund pund.

Konan sem Defoe var að reyna við vissi ekki að hann væri giftur en komst að því að lokum og lokaði öllu sambandi þeirra á milli.

Hún áttaði sig á því að Defoe væri aðeins að leitast eftir kynlífi og komst að því of seint að hann væri frátekinn.

Defoe gerði garðinn frægan sem sóknarmaður Tottenham og er einnig fyrrum landsliðsmaður Englands.

,,Ég kynntist Jermain fyrir mörgum árum á bar en ekkert átti sér stað. Við vorum í nokkru sambandi á WhatsApp en ég hafði ekki rætt við hann í langan tíma,“ sagði konan.

,,Í júlí þá byrjaði hann að senda mér mörg skilaboð, hann var örvæntingafullur í að hitta mig og við vorum mikið í því að daðra við hvort annað.“

,,Að lokum þá var hann ekki svo heillandi, það var á hreinu að hann hugsaði um einn hlut. Ég áttaði mig svo á því að hann var giftur, ég vildi ekki taka þetta lengra.“

,,Það væri ekki sanngjarnt í garð konunnar hans. Hver í andskotanum gerir þetta svo stutt eftir að hafa lofað því að eyða ævinni með einhverjum?“

,,Ég býst við því að hann hafi talið sig vera með völd, þessi frægi og ríki fyrrum fótboltamaður. Það var enginn tilgangur í að halda þessu áfram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa
433Sport
Í gær

Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin

Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin
433Sport
Í gær

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn