fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
433Sport

Tómas Þór hjólar í KSÍ fyrir þetta – „Knattspyrnusambandið er búið að berja mann svo mikið niður í þessari umræðu“

433
Sunnudaginn 2. október 2022 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Þór Þórðarson og Davíð Þór Viðarsson settust í settið í Íþróttavikunni með Benna Bó sem sýnd er á föstudögum á Hringbraut. 

Valskonur féllu úr leik í annarri umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í vikunni. Liðið tapaði fyrri leiknum hér heima gegn Slavia Prag 0-1 í síðustu viku. Vika leið fram að seinni leiknum í Tékklandi, sem lauk með markalausu jafntefli. 

Í millitíðinni mætti Valur hins vegar Aftureldingu í Bestu deildinni. KSÍ hefur verið gagnrýnt fyrir að aðstoða íslensk félög í Evrópu ekki betur er varðar leikjaálag. 

„Þetta er orðin svo leiðinleg umræða af því það vita allir að þetta er rétta leiðin,“ segir Tómas. 

„Það er algjör þvæla að Valur hafi verið að spila um síðustu helgi. Þær eru 90 mínútum og tveimur mörkum frá því að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, þar sem eru líkar fjármunir, og þær eru látnar spila einhvern rokleik á móti Aftureldingu.“ 

Tómas er þó ekki bjartsýnn á að þetta breytist.  

„Knattspyrnusambandið er búið að berja mann svo mikið niður í þessari umræðu að það er sama hvað þú segir, þeir eru aldrei með lausnir, bara afsakanir.“ 

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð
Hide picture