fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
433Sport

Vekja athygli á útliti Greenwood í réttarsal – Teiknuðu mynd af honum að segja til nafns

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 17. október 2022 12:54

Mason Greenwood / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enskir fjölmiðlar vekja athygli á breyttu útliti Mason Greenwood framherja Manchester United. Hann mætti fyrir dómara í morgun vegna ákæru sem gefin var út um helgina. Greenwood var handtekinn í janúar. Hann er grunaður um kynferðisbrot, heimilisofbeldi og líflátshótanir í garð fyrrum unnustu sinnar.

Hann hafði verið laus gegn tryggingu frá handtöku en var handtekinn á ný um helgina, þar sem hann var sagður hafa sett sig í samband við meint fórnarlamb sitt.

Greenwood var í kjölfarið ákærður, en Englendingurinn ungi eyddi síðustu tveimur nóttum í fangaklefa.

Sem fyrr segir mætti hann svo í réttarsal í dag, sem og fórnarlamb hans.

Greenwood mætti í dag til að staðfesta nafn sitt, fæðingardag og heimilisfang til að hefja réttarhöldin. Viðstaddir fengu svo að heyra um það sem sóknarmaðurinn er sakaður um.

Hann var klæddur í gráan Nike galla en enskir fjölmiðlar hafa teiknað mynd af honum úr réttarsal. Greenwood hefur látið hár sitt vaxa og er með talsvert af skeggi. Eitthvað sem var ekki þegar hann var í sviðsljósinu hjá United.

Síðar í dag heldur málið áfram þar sem tekin verður ákvörðun um það hvort Greenwood verði aftur sleppt lausum gegn tryggingu eða ekki.

Greenwood stóð upp til að segja til nafns.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Var að missa vitið eftir að hafa flutt í nýtt land – Þakklátur foreldrunum sem sýndu mikinn stuðning

Var að missa vitið eftir að hafa flutt í nýtt land – Þakklátur foreldrunum sem sýndu mikinn stuðning
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Chelsea ætlar ekki að blanda sér í baráttuna

Chelsea ætlar ekki að blanda sér í baráttuna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Lykilmenn funda á Íslandi á næstu dögum

Lykilmenn funda á Íslandi á næstu dögum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Markavél á leið í Skírisskóg

Markavél á leið í Skírisskóg
433Sport
Í gær

Oliver setur glæsilegt hús sitt í Vestmannaeyjum á sölu – Er búinn að skrifa undir í Króatíu

Oliver setur glæsilegt hús sitt í Vestmannaeyjum á sölu – Er búinn að skrifa undir í Króatíu
433Sport
Í gær

Rooney svarar ummælum Tom Brady og segir hann ekki skilja fótbolta

Rooney svarar ummælum Tom Brady og segir hann ekki skilja fótbolta
433Sport
Í gær

Eysteinn varar við þessari hættu – „Ungir karlmenn eru í mestri hættu“

Eysteinn varar við þessari hættu – „Ungir karlmenn eru í mestri hættu“
433Sport
Í gær

Fer í læknisskoðun hjá Liverpool í dag

Fer í læknisskoðun hjá Liverpool í dag