fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Segja Real Madrid hafa snúið bakinu við Mbappe og horfa til Haaland

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 17. október 2022 17:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid er tilbúið að bíða þar til um sumarið 2024 með það að fá sér framherja, til að geta klófest Erling Braut Haaland. Marca segir frá þessu.

Klásúla er í samningi Haaland hjá City um að hann megi fara fyrir 175 milljónir punda sumarið 2024. Norðmaðurinn kom til enska félagsins í sumar og hefur farið á kostum.

Kylian Mbappe, leikmaður Paris Saint-Germain, hefur lengi verið orðaður við Real Madrid og talið að spænska höfuðborgin sé næsti áfangastaður Frakkans unga.

Nú er hins vegar útlit fyrir að Real Madrid muni frekar reyna við Haaland.

Mbappe var á dögunum orðaður frá PSG og hann sagður ósáttur við félagið. Í kjölfarið var hann orðaður við Real Madrid á ný.

Sóknarmaðurinn sló hins vegar á þær sögusagnir í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Tuchel telur að Foden og Bellingham geti ekki byrjað leiki saman

Tuchel telur að Foden og Bellingham geti ekki byrjað leiki saman
433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
433Sport
Í gær

Brynjar Björn til starfa í Breiðholti

Brynjar Björn til starfa í Breiðholti
433Sport
Í gær

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans