fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Stelpurnar okkar flautaðar úr leik í Portúgal – HM-draumurinn úti

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 11. október 2022 19:35

Diana Silva skorar sigurmarkið. Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið fer ekki á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Þetta varð ljóst með tapi í Portúgal í umspili um sæti á mótinu ytra í kvöld.

Fyrri hálfleikur var nokkuð kaflaskiptur. Hann var nokkuð jafn til að byrja með.

Svo tók við kafli þar sem heimakonur höfðu yfirhöndina. Íslenska liðið fékk lítinn tíma á boltanum og voru Portúgalar hættulegri fram á við.

Ísland tók þó við sér þegar leið á hálfleikinn og síðustu tíu mínútur hans fékk liðið nokkur álitleg færi til að skora. Allt kom þó fyrir ekki.

Fréttablaðið/Anton Brink

Íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn betur. Í upphafi hans kom Sveindís Jane Jónsdóttir boltanum í netið. Markið var hins vegar dæmt af þar sem Guðný Árnadóttir gerðist sek um peysutog í aðdraganda þess.

Áföllin dundu yfir stelpurnar okkar í kjölfarið. Portúgal fór í sókn hinum og megin og fékk Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir dæmt á sig víti og rautt spjald. Dómurinn var afar umdeildur.

Carole Costa fór á punktinn og skoraði af öryggi.

Íslenska liðið svaraði mótlætinu hins vegar afar vel. Aðeins fjórum mínútum síðar jafnaði Glódís Perla Viggósdóttir með flottu skallamarki. Staðan jöfn á ný eftir klukkutíma leik.

Glódís fagnar jöfnunarmarkinu. Fréttablaðið/Anton Brink

Ísland spilaði mjög vel úr spilum sínum manni færri í kjölfarið, hélt portúgalska liðinu vel í skefjum og var ekki síðri aðilinn á vellinum.

Heimakonur ógnuðu töluvert á lokamínútum venjulegs leiktíma og í uppbótartíma. Ekki komu þær boltanum þó í markið.

Staðan eftir venjulegan leiktíma 1-1 og því var gripið til framlengingar.

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari fer yfir málin fyrir framlenginguna. Fréttablaðið/Anton Brink

Þar var eðlilega komin mikil þreyta í tíu leikmenn íslenska liðsins og á annari mínútu hennar skoraði Diana Silva fyrir Portúgal.

Tiatiana Pinto átti svo eftir að kom Portúgal í 3-1 snemma í seinni hálfleik framlengingarinnar. Franciska Nazareth innsiglaði svo 4-1 sigur liðsins.

Ljóst er að HM-draumur íslenska liðsins er úti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Manchester City opinberar nýjar treyjur – Mynd

Manchester City opinberar nýjar treyjur – Mynd
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Guardiola vill hollenskan miðjumann í sumar

Guardiola vill hollenskan miðjumann í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Forráðamenn Arsenal óvissir í hvaða átt þeir eiga að fara í sumar

Forráðamenn Arsenal óvissir í hvaða átt þeir eiga að fara í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Beckham og Neville henda 17 leikmönnum burt

Beckham og Neville henda 17 leikmönnum burt
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfest að Amorim verður ekki rekinn sama hvað gerist í næstu leikjum

Staðfest að Amorim verður ekki rekinn sama hvað gerist í næstu leikjum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim hótar að hætta – Mourinho líklegastur til að taka við ef það gerist

Amorim hótar að hætta – Mourinho líklegastur til að taka við ef það gerist