Manchester United þurfti að hafa fyrir hlutunum í gær er liðið spilaði við Omonia frá Kýpur í Evrópudeildinni.
Man Utd vann 3-2 útisigur þar sem Marcus Rashford stal senunni og skoraði tvennu eftir að hafa komið inná sem varamaður.
Rashford var settur inná í hálfleik og gerði tvö mörk fyrir gestaliðið sem var 1-0 undir fyrir hans innkomu.
Cristiano Ronaldo fékk algjört dauðafæri í leiknum til að skora í stöðunni 1-2 en hann klikkaði þra´tt fyrir að markvörðurinn væri ekki í markinu.
Man Utd er með sex stig í öðru sæti E riðils en Real Sociedad er á toppnum með níu eftir sigur á Sheriff.
#CR7𓃵 #CristianoRonaldo pic.twitter.com/hP6huNTfkP
— Marko ćaća zabave (@ZabaveCaca) October 7, 2022