fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Sara hraunar yfir veitingastaði borgarinnar og vekur hörð viðbrögð – „Megum við ekki vera hreinskilin þar sem við höfum náð árangri?“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 6. október 2022 12:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Arfaoui, eiginkona Ilkay Gundogan, hefur vakið reiði á meðal einhverra eftir að hún gagnrýndir veitingahúsasenuna í Manchester.

Gundogan er leikmaður Manchester City í ensku úrvalsdeildinni og búa hjónin því í borginni.

„Fyrirgefið. Mér finnst leitt að segja það en það er ekkert,“ segir Arfaoui, spurð út í sitt uppáhalds veitingahús í Manchester.

„Ég reyndi hvað ég gat að finna gott veitingahús en maturinn er hræðilegur alls staðar. Það er ekki hægt að finna alvöru ítalskan eða gott sushi, það er allt frosið. Veitingahúsin hér einbeita sér að því að búa til peninga með því að selja drykki og skot eins og skemmmtistaðir. Það er ekki lögð áhersla á matinn, kannski í London en ekki í Manchester, því miður.“

Matargagnrýndandinn Jay Rayner hefur svarað Arfaoii fullum hálsi.

„Þetta er fáránleg skoðun. Það er allt úti í frábærum, sjálfstæðum veitingahúsum. Það er frábært að borða þarna og svona ummæli á erfiðum tíma fjárhagslega hjálpa veitingahúsum ekki sem eiga þegar erfitt fyrir.“

Arfaoui svaraði Rayner. „Megum við ekki vera hreinskilin þar sem við höfum náð árangri? Ég reyndi öll bestu veitingahúsin en það er nei frá mér. Ég get ekki logið.“

„Ég er vön Ítalíu svo eins og þú getur ímyndað þér er erfitt að bera þetta saman. Manchester er frábær borg, hér er frábært fólk en ekki veitingastaðir.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

England: Tíu Chelsea-menn áttu ekkert í Newcastle

England: Tíu Chelsea-menn áttu ekkert í Newcastle
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tveir sterkustu mennirnir slógust fyrir framan myndavélina: Yfirmaðurinn sagður vera brjálaður – Sjáðu myndbandið

Tveir sterkustu mennirnir slógust fyrir framan myndavélina: Yfirmaðurinn sagður vera brjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Bætti met Eiðs og er sá yngsti í sögunni

Bætti met Eiðs og er sá yngsti í sögunni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vissi eftir tvo leiki að leikmennirnir væru of lélegir – Stjórnin bannaði honum að skipta um leikstíl áður en hann var rekinn

Vissi eftir tvo leiki að leikmennirnir væru of lélegir – Stjórnin bannaði honum að skipta um leikstíl áður en hann var rekinn
433Sport
Í gær

Einn sá virtasti viðurkennir risastór mistök: Vonaði að stórstjarnan myndi bjarga sér – ,,Ég bjóst ekki við brjálæðinu sem fylgdi“

Einn sá virtasti viðurkennir risastór mistök: Vonaði að stórstjarnan myndi bjarga sér – ,,Ég bjóst ekki við brjálæðinu sem fylgdi“
433Sport
Í gær

Amorim staðfestir áhuga á Fernandes – ,,Þau eru tilbúin að gera það ómögulega“

Amorim staðfestir áhuga á Fernandes – ,,Þau eru tilbúin að gera það ómögulega“