fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
433Sport

Sara hraunar yfir veitingastaði borgarinnar og vekur hörð viðbrögð – „Megum við ekki vera hreinskilin þar sem við höfum náð árangri?“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 6. október 2022 12:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Arfaoui, eiginkona Ilkay Gundogan, hefur vakið reiði á meðal einhverra eftir að hún gagnrýndir veitingahúsasenuna í Manchester.

Gundogan er leikmaður Manchester City í ensku úrvalsdeildinni og búa hjónin því í borginni.

„Fyrirgefið. Mér finnst leitt að segja það en það er ekkert,“ segir Arfaoui, spurð út í sitt uppáhalds veitingahús í Manchester.

„Ég reyndi hvað ég gat að finna gott veitingahús en maturinn er hræðilegur alls staðar. Það er ekki hægt að finna alvöru ítalskan eða gott sushi, það er allt frosið. Veitingahúsin hér einbeita sér að því að búa til peninga með því að selja drykki og skot eins og skemmmtistaðir. Það er ekki lögð áhersla á matinn, kannski í London en ekki í Manchester, því miður.“

Matargagnrýndandinn Jay Rayner hefur svarað Arfaoii fullum hálsi.

„Þetta er fáránleg skoðun. Það er allt úti í frábærum, sjálfstæðum veitingahúsum. Það er frábært að borða þarna og svona ummæli á erfiðum tíma fjárhagslega hjálpa veitingahúsum ekki sem eiga þegar erfitt fyrir.“

Arfaoui svaraði Rayner. „Megum við ekki vera hreinskilin þar sem við höfum náð árangri? Ég reyndi öll bestu veitingahúsin en það er nei frá mér. Ég get ekki logið.“

„Ég er vön Ítalíu svo eins og þú getur ímyndað þér er erfitt að bera þetta saman. Manchester er frábær borg, hér er frábært fólk en ekki veitingastaðir.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Donnarumma sagður hafa náð saman við City um kaup og kjör

Donnarumma sagður hafa náð saman við City um kaup og kjör
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mun City reyna að stela Simons af Chelsea?

Mun City reyna að stela Simons af Chelsea?
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stefnir í að Liverpool missi af Guehi

Stefnir í að Liverpool missi af Guehi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Raiola um Donnarumma: ,,Erum í sjokki yfir vinnubrögðunum“

Raiola um Donnarumma: ,,Erum í sjokki yfir vinnubrögðunum“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Gummi Magg í Breiðablik
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stefnir allt í að goðsögnin verði gjaldþrota – Skuldar um 250 milljónir

Stefnir allt í að goðsögnin verði gjaldþrota – Skuldar um 250 milljónir
433Sport
Í gær

Grealish hringdi í Rooney fyrir skiptin – ,,Vona að hann sé ánægður“

Grealish hringdi í Rooney fyrir skiptin – ,,Vona að hann sé ánægður“
433Sport
Í gær

Calvert-Lewin mættur í læknisskoðun hjá Leeds

Calvert-Lewin mættur í læknisskoðun hjá Leeds
433Sport
Í gær

Stjarnan selur leikmann til Svíþjóðar

Stjarnan selur leikmann til Svíþjóðar