fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Fullyrða að Eiður hafi verið tekinn fyrir ölvunarakstur án ökuréttinda

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 6. október 2022 16:30

Eiður Smári Guðjohnsen / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

RÚV segir frá því í frétt sinni að Eiður Smári Guðjohnsen hafi verið án ökuréttinda þegar lögregla stöðvaði för hans á þriðjudag. Er Eiður grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis.

„Þá herma heimildir að Eiður hafi verið tekinn fyrir ölvunarakstur án ökuréttinda,“ segir í frétt RÚV.

Meira:
Eiður Smári stígur til hliðar hjá FH – Biður um svigrúm til að vinna í sínum málum

Eiður Smári steig til hliðar sem þjálfari FH í Bestu deild karla vegna málsins nú síðdegis og tekur Sigurvin Ólafsson við þjálfun liðsins.

Eiður Smári er líklega besti knattspyrnumaður í sögu Íslands en hann var að stýra FH í annað sinn á ferlinum. Hann var einnig þjálfari liðsins árið 2020.

Eiður hætti svo með FH eftir það tímabil og gerðist aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins. Samningi Eiðs við landsliðið var svo sagt upp seint á síðasta ári.

Eiður tók við FH í slæmri stöðu í sumar og hefur ekki tekist að snúa við gengi liðsins. Liðið á fjóra leiki eftir í Bestu deildinni til að bjarga sæti sínum.

Liðið er stigi á eftir Leikni sem situr í tíunda sæti en liðin mætast í afar mikilvægum leik á sunnudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Allt að verða klárt fyrir fyrstu kaup Amorim til United – 17 ára ungstirni

Allt að verða klárt fyrir fyrstu kaup Amorim til United – 17 ára ungstirni
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Loftið hrundi þegar fréttamenn voru að spyrja – Mikil heppni að ekki fór verr

Loftið hrundi þegar fréttamenn voru að spyrja – Mikil heppni að ekki fór verr
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Neyðarlegt atvik á æfingu City sem var í beinni útsendingu – Stjörnur liðsins gerðu allar í brækurnar

Neyðarlegt atvik á æfingu City sem var í beinni útsendingu – Stjörnur liðsins gerðu allar í brækurnar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tveir heimsfrægir menn gómaðir fullir og graðir að spjalla við fyrirsætu á Skype – Öllu var lekið út

Tveir heimsfrægir menn gómaðir fullir og graðir að spjalla við fyrirsætu á Skype – Öllu var lekið út
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

KR-ingar kveðja Benóný sem skrifaði undir í Manchester í dag

KR-ingar kveðja Benóný sem skrifaði undir í Manchester í dag
433Sport
Í gær

Róbert Wessman uppljóstrar því hvað hann hefur sett í KR síðustu ár – Ótrúleg upphæð

Róbert Wessman uppljóstrar því hvað hann hefur sett í KR síðustu ár – Ótrúleg upphæð
433Sport
Í gær

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara