RÚV segir frá því í frétt sinni að Eiður Smári Guðjohnsen hafi verið án ökuréttinda þegar lögregla stöðvaði för hans á þriðjudag. Er Eiður grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis.
„Þá herma heimildir að Eiður hafi verið tekinn fyrir ölvunarakstur án ökuréttinda,“ segir í frétt RÚV.
Meira:
Eiður Smári stígur til hliðar hjá FH – Biður um svigrúm til að vinna í sínum málum
Eiður Smári steig til hliðar sem þjálfari FH í Bestu deild karla vegna málsins nú síðdegis og tekur Sigurvin Ólafsson við þjálfun liðsins.
Eiður Smári er líklega besti knattspyrnumaður í sögu Íslands en hann var að stýra FH í annað sinn á ferlinum. Hann var einnig þjálfari liðsins árið 2020.
Eiður hætti svo með FH eftir það tímabil og gerðist aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins. Samningi Eiðs við landsliðið var svo sagt upp seint á síðasta ári.
Eiður tók við FH í slæmri stöðu í sumar og hefur ekki tekist að snúa við gengi liðsins. Liðið á fjóra leiki eftir í Bestu deildinni til að bjarga sæti sínum.
Liðið er stigi á eftir Leikni sem situr í tíunda sæti en liðin mætast í afar mikilvægum leik á sunnudag.