Sigurður Egill Lárusson hefur framlengt samning sinn við Val til næstu þriggja ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Valsmönnum.
Leikmaðurinn knái hefur leikið með Valsmönnum síðan 2013 og á að baki 385 leiki í öllum helstu mótum KSÍ og skorað í þeim 85 mörk.
Sigurður hefur orðið þrefaldur Íslandsmeistari með félaginu og tvisvar sinnum orðið bikarmeistari.
Heimildir 433.is herma að Sigurður Egill hafi hafnað bæði samningstilboðum frá Víkingi Reykjavík og Breiðabliki