Liverpool vann mikilvægan sigur í Meistaradeildinni í kvöld er liðið spilaði við Rangers á heimavelli sínum Anfield.
Leikið var í A riðli en fyrir leikinn hafði Liverpool unnið einn leik og tapað einum og var með þrjú stig líkt og Ajax.
Trent Alexander-Arnold og Mohamed Salah sáu um að tryggja Liverpool stigin þrjú í kvöld og sín sjöttu stig.
Í sama riðli vann Napoli ótrúlegan 6-1 útisigur á Ajax og er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki.
Barcelona er ekki í frábærri stöðu í C riðli eftir 1-0 tap gegn Inter Milan á San Siro í kvöld.
Hakan Calhanoglu tryggði Inter sigurinn en Barcelona er nú aðeins með þrjú stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar.
Í sama riðli vann Bayern Munchen lið Viktoria Plzen sannfærandi 5-0 og er með fullt hús.
Hér má sjá úrslit kvöldsins.
Liverpool 2 – 0 Rangers
1-0 Trent Alexander-Arnold(‘7)
2-0 Mo Salah(’53,víti)
Inter 1 – 0 Barcelona
1-0 Hakan Calhanoglu(’45)
Porti 2 – 0 Leverkusen
1-0 Zaldu(’69)
2-0 Galeno(’87)
Frankfurt 0 – 0 Tottenham
Ajax 1 – 6 Napoli
1-0 Mohammed Kudus(‘9)
1-1 Giacomo Raspadori(’18)
1-2 Giovanni Di Lorenzo(’33)
1-3 Piotr Zielinski(’45)
1-4 Giacomo Raspadori(’47)
1-5 Khvicha Karatshkelia(’63)
1-6 Giovanni Simeone(’81)
Bayern 5 – 0 Plzen
1-0 Leroy Sane(‘7)
2-0 Serge Gnabry(’13)
3-0 Sadio Mane(’21)
4-0 Leroy Sane(’50)
5-0 Eric Choupo-Moting(’59)
Marseille 4 – 1 Sporting
0-1 Francisco Trincao(‘1)
1-1 Alexis Sanchez(’13)
2-1 Amine Harit(’16)
3-1 Leonardo Balerdi(’28)
4-1 Chancel Mbemba(’84)