Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur lengi fylgst með leikmanni Arsenal og vildi fá hann til Borussia Dortmund á sínum tíma.
Leikmaðurinn umtalaði er Martin Ödegaard en hann er orðinn fyrirliði Arsenal og einn mikilvægasti leikmaður liðsins.
Ödegaard var á sínum tíma talinn efnilegasti leikmaður Evrópu og voru mörg lið sem vildu semja við hann og þar á meðal Real Madrid.
Real varð að lokum fyrir valinu hjá Norðmanninum en Klopp reyndi einnig að lokka leikmanninn til Dortmund árið 2015.
,,Ég er mjög hrifinn af honum, það er auðvelt á þessum tímapunkti held ég,“ sagði Klopp við TV2.
,,Það var erfiðara þegar hann var að byrja dvölina hjá Real Madrid og það var útlit fyrir að hlutirnir myndu ekki ganga upp.“
,,Ég var vonsvikinn því ég vildi fá hann til Dortmund þegar hann var mjög ungur. Við áttum langt samtal þegar hann var krakki, líka við pabba hans en hann endaði hjá Real.“
,,Ég hef alltaf fylgst með hans ferli. Ég er mjög ánægður með að hann sé orðinn sá leikmaður sem hann er í dag.“