fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Klopp fylgdist vel með leikmanni Arsenal og vildi fá hann

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 4. október 2022 19:11

Odegaard skorar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur lengi fylgst með leikmanni Arsenal og vildi fá hann til Borussia Dortmund á sínum tíma.

Leikmaðurinn umtalaði er Martin Ödegaard en hann er orðinn fyrirliði Arsenal og einn mikilvægasti leikmaður liðsins.

Ödegaard var á sínum tíma talinn efnilegasti leikmaður Evrópu og voru mörg lið sem vildu semja við hann og þar á meðal Real Madrid.

Real varð að lokum fyrir valinu hjá Norðmanninum en Klopp reyndi einnig að lokka leikmanninn til Dortmund árið 2015.

,,Ég er mjög hrifinn af honum, það er auðvelt á þessum tímapunkti held ég,“ sagði Klopp við TV2.

,,Það var erfiðara þegar hann var að byrja dvölina hjá Real Madrid og það var útlit fyrir að hlutirnir myndu ekki ganga upp.“

,,Ég var vonsvikinn því ég vildi fá hann til Dortmund þegar hann var mjög ungur. Við áttum langt samtal þegar hann var krakki, líka við pabba hans en hann endaði hjá Real.“

,,Ég hef alltaf fylgst með hans ferli. Ég er mjög ánægður með að hann sé orðinn sá leikmaður sem hann er í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Leikmenn City virðast vera að gefast upp á fyrirliðanum – Sjáðu það sem gerðist í gær

Leikmenn City virðast vera að gefast upp á fyrirliðanum – Sjáðu það sem gerðist í gær
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ronaldo fékk gefins 30 milljóna króna bíl í gær – Sjáðu gripinn

Ronaldo fékk gefins 30 milljóna króna bíl í gær – Sjáðu gripinn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

United skellir verðmiða á Rashford nú þegar hann er til sölu

United skellir verðmiða á Rashford nú þegar hann er til sölu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Amorim að átta sig á stöðunni og verkefnið hjá United er miklu erfiðara en hann taldi

Amorim að átta sig á stöðunni og verkefnið hjá United er miklu erfiðara en hann taldi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arsenal í stuði en hörmungar City halda áfram í Meistaradeildinni – Barcelona í gír

Arsenal í stuði en hörmungar City halda áfram í Meistaradeildinni – Barcelona í gír
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Liverpool að gefast upp á Nunez – Hann svarar fyrir sig með færslu

Stuðningsmenn Liverpool að gefast upp á Nunez – Hann svarar fyrir sig með færslu