fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Hjörvar blandar sér í umræðuna – „Við erum alltaf að kvarta yfir því“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 4. október 2022 13:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólætin í stuðningsmönnum Víkings R. á úrslitaleik Mjólkurbikars karla um helgina hefur veirð mikið til umræðu.

Nokkrir stuðningsmenn eru sagðir hafa látið öllum illum látum á Laugardalsvelli. Víkingur sendi frá sér yfirlýsingu í gær til að harma hegðun þeirra.

Hjörvar Hafliðason, sem rekur hið afar vinsæla hlaðvarp Dr. Football, hefur blandað sér í þessa umræðu.

„Við erum alltaf að kvarta yfir því að það vanti áhorfendur. Svo þegar það er eitthvað smá fjör, ég sá þetta ekki, var ástæða til að vera ósáttur við stuðningsmenn þarna?“ spyr Hjörvar í þætti sínum í dag.

„Á Parken sitja menn með stóran bjór og henda honum upp í loft þegar það er skorað, geðveik stemning.“

„Auðvitað verða menn að passa munnsöfnuð og svona,“ segir Hjörvar og heldur áfram. „Það getur vel verið að einhver hafi farið yfir strikið í fjörinu, en mér finnst alltaf vera neikvæð umræða um áhorfendur á Íslandi, þess vegna hefur maður aldrei leyft sér að vera alvöru áhorfandi á Íslandi.“

Það var kallað í hátalarakerfinu á Laugardalsvelli á leiknum að stranglega bannað væri að vera með blys.

„Auðvitað verða blysin að vera. Þér líður eins og þú sért í útlöndum, það er alvöru leikur. Það er alltaf verið að röfla yfir þessum blysum,“ segir Hjörvar Hafliðason.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Amorim veit ekki hvort lykilmenn geti spilað á mánudag

Amorim veit ekki hvort lykilmenn geti spilað á mánudag
433Sport
Í gær

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð