fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Haaland nær 70 mörkum ef hann heldur áfram á sömu braut

Victor Pálsson
Mánudaginn 3. október 2022 18:33

Erling Haaland fagnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er enginn leikmaður í Evrópu sem hefur byrjað tímabilið jafn vel og Erling Haaland, leikmaður Manchester City.

Haaland hefur skorað þrjár þrennur fyrir Man City í deildinni síðan hann kom frá Dortmund í sumar.

Norðmaðurinn gerði þrennu í 6-3 sigri á Manchester United í gær og er með 14 mörk í aðeins átta leikjum.

Ef Haaland heldur áfram að skora eins mikið og fær að spila 90 mínútur í hverjum leik þá skorar hann 56 mörk til viðbótar.

Leikmaðurinn myndi því skora 70 mörk í ensku deildinni ef honum tekst að halda áfram á sömu braut sem er þó ólíklegt enda um langt og strangt tímabil að ræða.

Markametið í deildinni stendur í 34 mörkum en Andy Cole og Alan Shearer náðu þeim áfanga á sínum tíma.

Allar líkur eru á að Haaland muni bæta þetta met en Man City á eftir að spila 30 deildarleiki á tímabilinu.

Einnig eru líkur á að Haaland endi uppi sem markahæsti leikmaður í sögu deildarinnar ef hann spilar með Englandsmeisturunum í mörg ár í viðbót.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Dumfries fáanlegur fyrir 25 milljónir

Dumfries fáanlegur fyrir 25 milljónir
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Brynjólfur kom inná í hálfleik og skoraði fernu

Brynjólfur kom inná í hálfleik og skoraði fernu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Jóhann Berg staðfestur hjá nýju félagi

Jóhann Berg staðfestur hjá nýju félagi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“