Erling Haaland er að leika sér að ensku úrvalsdeildinni en hann spilar með Manchester City.
Haaland gekk í raðir Englandsmeistarana í sumar og skoraði þrennu gegn grönnunum í Manchester United í dag.
Haaland hefur nú skorað þrjár þrennur í ensku deildinni í aðeins átta leikjum sem er sturlaður árangur.
Norðmaðurinn er í raun með allt í vopnabúrinu en hann er stór og sterkur og með frábæran skotfót.
Hann ræddi við Símann eftir leikinn í dag og þá við Bjarna Þór Viðarson og Gylfa Einarsson.
Tómas Þór Þórðarson, umsjónarmaður enska boltans á Símanum, birti athyglisverða mynd á Twitter þar sem má sjá Haaland ásamt Íslendingunum.
,,Bjarni og Gylfi eru nú ekkert litlir! Jesus minn þvílíkt stykki,“ skrifar Tómas og bendir á stærð Haaland í útsendingunni.
Bjarni og Gylfi eru nú ekkert litlir! Jesus minn þvílíkt stykki! pic.twitter.com/QE89KRvO9V
— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) October 2, 2022