John Obi Mikel, fyrrum leikmaður Chelsea, hefur lagt skóna frægu á hilluna eftir afar farsælan feril.
Mikel er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Chelsea en hann lék þar frá 2006 til ársins 2017.
Miðjumaðurinn var talinn gríðarlegt efni á yngri árum og var nálægt því að ganga í raðir Manchester United áður en Chelsea blandaði sér í baráttuna.
Mikel lék 91 landsleik fyrir Nígeríu á ferlinum en hefur undanfarin ár komið við á nokkrum stöðum.
Hann spilaði síðast með Kuwait SC í einmitt Kúveit eftir að hafa leikið með Stoke í næst efstu deild í eitt tímabil.
Mikel vann ensku deildina tvisvar með Chelsea sem og Meistaradeildina árið 2012.