Nasser Al-Khelaifi, forseti Paris Saint-Germain, hefur tjáð sig um stöðu spænska félagsins Barcelona.
Barcelona vakti verulega athygli í sumar er liðið losaði sig við fjölmarga leikmenn í raun á útsölu til að opna pláss fyrir ný stór nöfn.
Félagið gerði þetta í miklum fjárhagsvandræðum en Börsungar hafa verið skuldugir í dágóðan tíma.
Al-Khelaifi telur að eitthvað gruggugt hafi átt sér stað í sumar sem leyfði Barcelona að skrá nýja leikmenn til leiks.
Robert Lewandowski, Jules Kounda og Raphinha eru á meðal leikmann sem þeir spænsku fengu til liðs við sig fyrir gluggalok.
,,Er þetta sanngjarnt? Nei þetta er ekki sanngjarnt. Er þetta löglegt? Ég er ekki viss,“ sagði Al-Khelaifi við POLITICO.
,,Ef þeir leyfa þeim að gera þetta þá munu aðrir gera það sama. UEFA er með eigin fjárlög og ég viss um að þeir muni rannsaka þetta.“