fbpx
Föstudagur 21.janúar 2022
433Sport

Enski bikarinn: Liverpool og Tottenham lentu undir en fóru áfram – West Ham og Wolves með sigra

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 9. janúar 2022 16:33

Fabinho skoraði í dag. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átta leikir hafa farið fram í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar það sem af er degi.

Liverpool vann 4-1 sigur á Shrewsbury eftir að hafa lent undir á 27. mínútu þegar Daniel Udoh skoraði. Kaide Gordon jafnaði fyrir Liverpool á 34. mínútu áður en Fabinho kom þeim yfir með marki af vítapuntkinum tíu mínútum síðar. Roberto Firmino bætti við þriðja marki heimamanna á 78. mínútu. Fabinho gerði svo sitt annað mark í uppbótartíma.

Tottenham vann Morecambe 3-1 þrátt fyrir að hafa lent í erfiðleikum. C-deildarliðið leiddi allt þar til á 74. mínútu með marki frá Anthony Connor eftir rúman hálftíma leik. Harry Winks jafnaði fyrir Tottenham og á 85. mínútu kom Lucas Moura þeim yfir. Harry Kane innsiglaði 3-1 sigur í uppbótartíma.

Lucas Moura fer framhjá markverðinum rétt áður en hann rennir knettinum í netið. Mynd/Getty

West Ham tók á móti Leeds í úrvalsdeildarslag. Heimamenn unnu 2-0 sigur með mörkum frá Manuel Lanzini og Jarrod Bowen í sitt hvorum hálfleiknum.

Wolves vann þá öruggan 3-0 heimasigur á Sheffield United. Daniel Podence skoraði eina mark fyrri hálfleiks á 14. mínútu. Nelson Semedo tvöfaldaði forystuna á 72. mínútu áður en Podence skoraði aftur.

Norwich er komið áfram eftir 0-1 sigur á Charlton. Milot Rashica skoraði markið á 80. mínútu.

Leikmenn West Ham fagna í dag. Mynd/Getty

Öll úrslit dagsins
Liverpool 4-1 Shrewsbury
Tottenham 3-1 Morecambe
West Ham 2-0 Leeds
Wolves 3-0 Sheffield United
Charlton 0-1 Norwich
Luton 4-0 Harrogate
Stoke 2-0 Leyton Orient
Cardiff 1-1 Preston (Cardiff sigraði 2-1 eftir framlengingu)

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Enn einn íslenski knattspyrnumaðurinn heldur út til Ítalíu

Enn einn íslenski knattspyrnumaðurinn heldur út til Ítalíu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu myndirnar: Heimatreyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið á netið? – Skírskotun til fortíðar

Sjáðu myndirnar: Heimatreyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið á netið? – Skírskotun til fortíðar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Telur að Rooney geti verið alveg jafn ánægður hjá Everton eins og hjá Derby – ,,Ekki auðveldar kringumstæður“

Telur að Rooney geti verið alveg jafn ánægður hjá Everton eins og hjá Derby – ,,Ekki auðveldar kringumstæður“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Áfrýjun fyrrum leikmanns Manchester City í nauðgunarmáli hafnað – Fékk níu ára dóm

Áfrýjun fyrrum leikmanns Manchester City í nauðgunarmáli hafnað – Fékk níu ára dóm
433Sport
Í gær

Dreymir um að komast til Real Madrid

Dreymir um að komast til Real Madrid
433Sport
Í gær

Bayern gerir undantekningu í samningamálum fyrir Lewandowski

Bayern gerir undantekningu í samningamálum fyrir Lewandowski