fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Kláruðu sitt á laugardaginn og stungu af um kvöldið – Stjörnufár á flugvellinum í Manchester

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 24. janúar 2022 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er komið vetrarfrí í ensku úrvalsdeildinni og nokkrir leikmenn Manchester United hafa nú þegar flogið af landi brott í meiri sól og hita en kann að vera í Manchester um þessar mundir.

Manchester United vann frækinn 1-0 sigur á West Ham United á laugardaginn með flautumarki skoruðu af Marcus Rashford, mikill léttir fyrir lærisveina Ralfs Ragnicks sem margir hverjir flugu af landi brott strax um kvöldið.

Varnarmaðurinn Harry Maguire, sást ásamt unnustu sinni Fern Hawkins á flugvellinum í Manchester þar sem að parið átti flug til Dúbaí samkvæmt The Sun.

Þá sást hetja laugardagsins, Marcus Rashford, einnig á Manchester flugvelli ásamt kærustu sinni og æskuástinni Luca Loi sem og félaga sínum. För þeirra var einnig heitið til Dúbaí en það sama var einnig uppi á teningnum hjá bakverði liðsins, Diogo Dalot.

Það voru ekki bara leikmenn Manchester United sem flugu á brott af Bretlandseyjum um helgina en Jordan Pickford, markvörður Everton hélt í frí ásamt eiginkonu sinni, Megan Davinson, á flugvellinum hitti hann fyrir andstæðing sinn frá því fyrr um daginn en Tyrone Mings, leikmaður Aston Villa var einnig á leið í frí. Það sama gilti um liðsfélaga hans, John McGinn.

Eftir strembnar fyrstu vikur hjá Newcastle, hélt Chris Wood, nýjasti leikmaður félagsins út í sólina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga